Ég er ekki sá fyrsti til að gera samanburð á þróun hagkerfisins á krepputímum. Aðferðarfræðin sem hér er notuð til að bera saman þróun vergra þjóðartekna er klassísk: lands- eða þjóðarframleiðslu árið fyrir fyrsta ár samdráttar í lands- eða þjóðarframleiðslu er gefið gildið 100 og svo er raunþróunin reiknuð út frá byrjunarárinu í hvert skipti. […]
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf út „selected issues“ pappír sem birtist ekki alls fyrir löngu á vef Seðlabankans. Sjá má pappírinn hér. Pappírinn skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er um afnám gjaldeyrishafta og hugsanleg áhrif þess á greiðslujöfnuð (e. balance of payments). Seinni hlutinn er um hugsanlegan sparnað í heilbrigðis- og menntunarkerfunum. Ég ætla bara að fjalla um […]
Í tilefni nýjustu frétta þess efnis að Íslendingar eru aftur farnir að velja verðtryggð lán umfram óverðtryggð settist ég niður og lék mér með tölur – í Excel! Þróun fyrstu greiðslu Fyrst velti smellti ég því upp hvernig fyrsta greiðsla á óverðtryggðu láni annars vegar og verðtryggðu hins vegar hefur þróast. Ég notaðist við 20 […]
Við lestur nýjustu bloggfærslu Andra Geirs Arinbjarnarsonar – Böl 40 ára lána – rifjuðust upp orðin í heiti þessa pistils. Orðin koma frá hagfræðingnum Raghuram G. Rajan úr bókinni „Fault Lines“ sem kom út árið 2010. Bókin rokseldist vegna einfaldrar ástæðu: hún er þrælgóð. „Látum þau borða lán!“ er, samkvæmt Rajan, notað sem skammtímalausn á ákveðnu […]
Íslendingar framleiða um 53.000 KWH af rafmagni á mann á ári. Miðað við hina frægu höfðatölu eru Íslendingar langstærstu framleiðendur rafmagns í heiminum. Næsta þjóð á eftir okkur eru Norðmenn með um 26.000 KWH á mann á ári. Stóriðja á Íslandi kaupir um 80% af þessari raforku. Þar eru langstærstu kaupendurnir aðeins þrír, þ.e. Rio […]
Umræðan um hvort eigi að byggja álver eða gera „eitthvað annað“ er fjörleg nú um stundir. Ég ætla að leggja orð í belg og benda á þá staðreynd að margt „eitthvað annað“ hefur meiri möguleika en áliðnaður á því að halda uppi háum hagvexti á Íslandi til framtíðar. Lögmál Thirlwalls Til er „lögmál“ í hagfræði […]
Eitt af kosningamálunum er peningakerfið. Svei mér ef flestir ef ekki allir flokkarnir ætli sér að gera eitthvað með málefnið. Mest áberandi „kostirnir“ sem í boði eru fyrir kjósendur er evruupptaka (í kjölfarið á ESB inngöngu) eða það sem kallað hefur verið „Betra peningakerfi“ eða „heildarforðakerfi“. Þetta kerfi hefur einkum verið kynnt á vefnum Betra […]
Í febrúar 2012 viðraði ég hugmynd um hvernig mætti fella niður hluta skulda heimila án þess að aðrir skattgreiðendur en útlánastofnanir – hverjar þær yrðu væri útfærsluatriði – borguðu kostnaðinn. Þar sem eitt heitasta kosningaloforðið er niðurfelling skulda (Dögun, Framsókn, Hægri Grænir… fleiri?) ætla ég að leyfa mér að rifja upp hugmyndina. Og, já, ég […]
Nýlega kom út pappír eftir Jacky Mallett sem ber heitið „An examination of the effect on the Icelandic Banking System of Verðtryggð Lán (Indexed-Linked Loans)“. Pappírinn er merkilegur fyrir þær sakir að í honum er í fyrsta skipti gerð tilraun til þess að magngera hversu mikil áhrif verðtryggingar neytendalána á Íslandi eru á útþenslu peningamagns […]
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, skrifar grein í Fréttablaðið sem birtist á vefsvæðinu Vísi.is. Þar setur Þórður út á viðbrögð hagsmunaaðila í kjölfar eignarnámsumsókna Landsnets á landi sem á að fara undir Suðurnesjalínu 2 – eignarnám sem viðkomandi landeigendur fréttu af í fjölmiðlum. Ég ætla ekki að velta þeim viðbrögðum fyrir mér heldur benda á eftirfarandi […]