Færslur fyrir janúar, 2013

Föstudagur 18.01 2013 - 10:23

Landflótta snúið við

Í gær birtist tímamótafrétt frá Hagstofunni. Um 630 fleiri fluttu til landsins en frá því á síðasta ársfjórðungi 2012. Landflótta hrunáranna hefur verið snúið við! Það blés ekki byrleg við fyrir íslensku þjóðinni í kjölfar hrunsins. Fjármálakerfið var hrunið til grunna. Við blasti skuldamartröð, hrun lífskjara og djúp efnahagskreppa til lengri tíma. Margir spáðu okkur […]

Miðvikudagur 16.01 2013 - 22:30

Kaupmátturinn batnar of rólega

Fyrir hrun voru laun frekar lág á Íslandi, miðað við ríkidæmi þjóðarinnar. Launakostnaður í heild var nálægt meðaltali ESB ríkja árið 2008 þó hagsældarstigið hér væri um 12% hærra en meðaltalið (sjá hér). Í hruninu lækkaði kaupmáttur launa samtals um nálægt 12% og kaupmáttur ráðstöfunartekna um nálægt 20% að meðaltali (þar bætast við áhrif af […]

Miðvikudagur 16.01 2013 - 08:24

Málsvari myrkrahöfðingja ræðst á Egil

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og stjórnarmaður í Glitni fram að hruni, vill ekki að vafasamar gerðir fjármálamanna fyrir og í hruni séu rannsakaðar. Hann gerði ítrekaðar atlögur að Gunnari Andersen forstöðumanni Fjármálaeftirlitsins og tókst á endanum að hrekja hann úr starfi, með hæpnum málatilbúnaði. Gunnar Andersen þótti ganga of vasklega fram í rannsóknum á orsökum […]

Þriðjudagur 15.01 2013 - 12:44

Svíþjóð afsannar frjálshyggjuna

Hægri menn hafa lengi haft horn í síðu Svíþjóðar og norrænu velferðarríkjanna almennt. Þeir elska markaðinn en hata velferðarríkið og lýðræðið. Til að réttlæta þessa afstöðu hafa frjálshyggjumenn nokkrar kenningar. Grundvöllurinn er þó alltaf sá, að ríkið megi ekkert gera. Allt sem ríkið geri sé slæmt, en allt sem einkageirinn geri sé gott. Það er […]

Mánudagur 14.01 2013 - 20:45

Frjálshyggjumenn vilja sænskar kjötbollur!

Í hádeginu hlustaði ég á frjálshyggjumann frá Svíþjóð tala um það sem hann kallar “nýju sænsku leiðina”. Það var bráðskemmtilegt. Í erindinu og umræðunum kom fram að flest það sem hann talaði um er í senn gamla og nýja sænska leiðin. Sama súpan! Svíþjóð er enn þann dag í dag eitt mesta jafnaðarríkið á Vesturlöndum, […]

Mánudagur 14.01 2013 - 11:26

Sjálfstæðismenn – Einkavæðing orkulindanna?

Einkavæðing hefur ekki fært íslensku þjóðinni gæfu hingað til. Öðru nær. Einkavæðing bankanna misheppnaðist svo herfilega að hún leiddi þjóðarbúið næstum í gjaldþrot – á örfáum árum. Margir einkaaðilar græddu þó gríðarlega á því ævintýri. Einkavæðing Landssímans misheppnaðist einnig algerlega. Viðskiptavinir Símans borga kaupverðið smám saman fyrir “eigendurna”. Kaupendur og braskarar græddu einnig mikið á […]

Laugardagur 12.01 2013 - 10:56

Birgir Þór Runólfsson svarar engu!

Frjálshyggjumaðurinn Birgir Þór Runólfsson hefur skrifað marga pistla um meint samband frjálshyggjuvísitölu Fraser áróðursveitunnar og lífskjara þjóða. Boðskapurinn er alltaf sá, að í löndum þar sem frjálshyggjuvísitalan er hærri þar séu lífskjör allra betri. Líka lágtekjufólks. Þær niðurstöður fást með samanburði þróaðra landa og vanþróuðustu landa þriðja heimsins. Þau vanþróuðu fá almennt lága einkunn á […]

Fimmtudagur 10.01 2013 - 20:59

Fátæk börn í ríkum löndum

Það er að mörgu leyti dapurlegt að í ríku löndum heimsins skuli enn vera umtalsverður hluti barna sem býr við fátækt. Það er enn dapurlegra að fátækum börnum hefur fjölgað í sumum ríku löndunum eftir um 1980 (sjá hér). Sú fjölgun virðist tengjast stefnubreytingu hjá mörgum vestrænum stjórnvöldum, einkum þeim sem færðu sig í átt […]

Miðvikudagur 09.01 2013 - 09:37

Lífskjör ríka fólksins í OECD-ríkjum

Mjög villandi getur verið að nota þjóðartekjur á mann sem vísbendingu um lífskjör þjóða. Það er vegna þess að mjög misjafnt er hvernig þjóðartekjum er skipt milli þjóðfélagshópa. Einnig er misjafnt hvernig þjóðarkökunni er varið til velferðarmála almennings. Bandaríkin eru með einna hæstu þjóðartekjurnar á mann að meðaltali. Ríka fólkið tekur hins vegar óvenju stóran […]

Mánudagur 07.01 2013 - 10:17

Lífskjör lágtekjufólks í OECD-ríkjum

Mjög villandi getur verið að draga ályktanir um lífskjör þjóða út frá þjóðarframleiðslu á mann einni saman, eins og frjálshyggjumenn gjarnan gera. Það er vegna þess að mjög misjafnt er milli þjóða hvernig þjóðarkökunni er skipt milli þegnanna. Ef hátekjufólk tekur mjög stóran hluta þjóðarkökunnar til sín er minna eftir handa milli og lægri tekjuhópum. […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar