Færslur fyrir flokkinn ‘Heimspeki’

Þriðjudagur 31.05 2016 - 11:31

Dygðirnar, Davíð og rætnin

Um þessar mundir stendur yfir kosningabarátta um embætti forseta Íslands. Margir góðir kostir eru í boði en fremstur meðal jafningja er Davíð Oddsson. Hér skal tíundað hvers vegna. Dygðir viskunnar Þegar litið er til þess að aðeins 34 ára var Davíð Oddsson kjörinn borgarstjóri Reykjavíkur er það eitt og sér ábending um að þar hafi […]

Fimmtudagur 19.05 2016 - 09:50

Davíð hefur áhrif

Nú er kosningabaráttan rétt að hefjast fyrir forsetakosningarnar. Það er afar mikilvægt að þeir sem styðja við frambjóðanda eins og Davíð, sem fjölgar dag frá degi, leggist ekki svo lágt að tala illa um meðframbjóðendur Davíðs. Eftir að Davíð gaf út að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta hafa ófáir hælbítar skotið upp […]

Miðvikudagur 11.05 2016 - 22:26

Húrra fyrir Davíð

Um þessar mundir flækist um netheima myndband þar sem Davíð Oddsson hrósar feðgum sem komu til Íslands og keyptu Landsbanka Íslands á sínum tíma, þ.e. árið 2002. Upp spruttu öfundarmenn og margir vildu helst vilja meina að þessum banka væri betur borgið í höndum hins opinbera. Engu að síður höfðu dæmin sannað að ríkið væri […]

Þriðjudagur 19.04 2016 - 10:39

Kvótakerfi Panamaauðlindarinnar

Þeir hjá Reykjavík Media virðast hinir nýju kvótagreifar Íslands. Þeir liggja á auðlind sem flestir ef ekki allir miðlar á Íslandi sækjast eftir. Flestir vilja veiða upp upplýsingar, sinna úrvinnslu afurðanna og koma þeim á markað. En þarna er aðeins einn kvótagreifi og ein vinnsla sem rekin er af ríkinu. Hverju sætir? Aðgang fyrir alla Það […]

Sunnudagur 10.04 2016 - 10:48

Óverjanlegt – Panamaskjöl

Eftir að hafa ritað talsvert um leka frá Panama, mótmæli við Austurvöll, stjórnmál á Íslandi og kosningar stendur eftir eitt. Það sem stendur eitt eftir er að rita um það hvort það sé eðlilegt og forsvaranlegt að eiga og geyma fjármuni í skattaskjólum. Frjálst flæði fjármagns og samneyslan Það verður að gæta að því að fjármagn […]

Fimmtudagur 28.01 2016 - 09:27

Séreignastefnan, verðtrygging, lífeyrir, vextir og lán

Fyrirsögn þessa pistils bendir til að það er mikið um að vera í þessum pistli og þar sé af mörgu að taka. Í raun og sann hangir þetta allt saman. Í nýlegum pistli (Pistill Egils Helgasonar – Silfur Egils) á Eyjunni var fjallað um hve gamaldags það væri að eiga séreign, t.d. fasteign. Best væri að […]

Miðvikudagur 30.12 2015 - 12:15

Árið 2016

Hugleiðing Um leið og pistlahöfundur óskar lesendum gleðilegrar hátíðar, árs og friðar er rétt að minnast á það hvernig nýtt ár 2016 ætti að vera í hugum okkar. Árið 2015 var uppfullt af öllu því sem flest ár hafa innifalið í því viðamikla plássi sem tími og rúm gefur okkur. Árið 2016 tekur við og […]

Miðvikudagur 23.12 2015 - 18:23

Gleðileg Jól kæru öryrkjar !

Á dögunum tóku forsetahjónin upp á því að aðstoða við matargjafir handa fátæku fólki á Íslandi og eru okkar ástkæru öryrkjar þar á meðal. Það er fagnaðarefni. Hafa a.m.k. tveir mætir menn í Sjálfstæðisflokknum, mínum ágæta og breiða flokki, gagnrýnt þetta nokkuð harðlega. Þykir mér þetta miður og skora á þessa flokksfélaga mína að leika […]

Föstudagur 11.12 2015 - 09:13

Lögin sendu gyðinga í útrýmingabúðir

        Nú hafa íslensk stjórnvöld sent fólk frá Íslandi sem hér vildu búa. Þau eru send af landi brott því þau voru ekki í nægjanlega mikilli hættu í heimalandi sínu, þaðan sem þau flúðu, að tilefni væri til þess að sleppa því að senda þau þangað. Lögin eru víst mjög skýr hvað […]

Fimmtudagur 26.11 2015 - 17:17

Er ég rasisti?

Um þessar mundir poppa upp pistlar og greinar um hverjir flokkist sem rasistar og fordómafullir einstaklingar á Íslandi. Í forsvari fyrir þessum pistlum eða fésbókarfærslum eru í einhverjum tilvikum stjórnmálafræðingar eða sjálfskipaðir sérfræðingar um framangreind málefni, tilurð fjölmenningar og öryggismál íslensku þjóðarinnar. Fjölmenningin Sjálfur hef ég dvalist erlendis og ferðast ansi víða, er ræðismaður ríkis […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur