Færslur fyrir flokkinn ‘Heimspeki’

Mánudagur 23.11 2015 - 17:35

Íslam, múslímar og Jesús minn

Jesús minn ! Við sem trúum á Jesú og hinir sem trúa á Búdda eða vilja fylgja heimspeki Konfúsíusar vitum vel að við erum að elta kennisetningar frá alda öðli. Muhammad þurfti að sameina araba á sínum tíma og ritaði því Kóraninn. Hann blessaður lifði frá um 570 til 632 eftir Krist. Hann má ekki teikna […]

Föstudagur 18.09 2015 - 17:01

Reykjavík, Jerúsalem og Gyðingdómur

Hin litla Reykjavík hefur gert ófáa að stórmennum á Íslandi en nú er svo komið að þetta hefur snúist við. Reykjavík hefur verið ítrekað misnotuð og þrátt fyrir mikinn vilja til að valda tjóni á fjárhag Reykjavíkurborgar virðist sem svo að vinstri elítan á Íslandi hafi ekki tekist að leggja höfuðborg landsmanna alveg í rúst. […]

Miðvikudagur 25.02 2015 - 17:20

Al Thani-málið og dómur

Nú er fallinn dómur í Hæstarétti í svokölluðu Al Thani-máli. Einn maður hefur hafið afplánun en hinir sem dæmdir voru bíða afplánunar. Hæstiréttur, æðsti dómstóll landsins, hefur sagt sitt lokaorð og fært rök fyrir dómi sínum. Það vekur því undrun pistlahöfundar að almenningur á Íslandi geti ekki séð sér fært að hvíla umræðuna þó ekki […]

Þriðjudagur 17.06 2014 - 11:24

Lýðveldið 70 ára

  Kæru Íslendingar – Gleðilega hátíð !   Í dag fögnum við því að þjóðin er sjálfstæð og hefur náð að dafna betur undir sinni stjórn en allar þær aldir þar á undan þar sem þjóðin varð að lúta erlendri stjórn. Íslendingar vilja starfa með öðrum ríkjum á jafnræðisgrunni, stunda verslun og viðskipti þar sem […]

Mánudagur 12.05 2014 - 17:49

Izekor og Útlendingastofnun

  Hjónin Izekor Osazee og Gísli Jóhann Grétarsson gengu í það heilaga 12. apríl 2014 en Izekor Osazee er flóttamaður frá Nígeríu og Gísli Jóhann er borinn og barnfæddur Íslendingur. Áform Útlendingastofnunar var að vísa Izekor úr landi á morgun, þann 13. maí 2014.  Helga Vala Helgadóttir, lögmaður þeirra hjóna, upplýsti að fulltrúi Útlendingastofnunar hafi […]

Föstudagur 09.05 2014 - 10:41

Virkir morgnar á Rás 2 & hjálpin

Nú í morgunsárið (9. maí 2014) hlustaði pistlahöfundur á Virka morgna á Rás 2. Voru þáttastjórnendurnir að selja gítar Heiðars ,,Leðju“,  eins af Pollapönkurunum. Verið er að selja gítarinn til styrktar Framtíðarsjóði barna hjá Hjálparstarfi kirkjunar. Óhætt er að segja að þar fór vandaður hópur fagfólks með tónlist og þáttastjórnendur tóku undir. Dægurlög voru flutt […]

Miðvikudagur 07.05 2014 - 14:42

Hættulegur kennari?

Þegar pistlahöfundur ritaði um Konfúsíus, oft kallaður fyrsti kennarinn, varðaði rannsóknarefnið samanburð á siðfræði Aristótelesar og þessa forna kennara frá Kína varðandi fjölskylduna. BA verkefni mitt var fyrsta BA verkefnið sem ritað hafði verið um fræði Konfúsíusar við Háskóla Íslands. Áhugavert að hluti af ,,fjölskyldu“ Aristótelesar var þrællinn en hann var neðstur í virðingaröðinni innan […]

Þriðjudagur 06.05 2014 - 21:53

Pollapönk

  Það er afar ánægjulegt, sem gamall pönkari, að sjá þessa frábæru listamenn taka á fordómum með þessum jákvæða hætti og ná áfram í Eurovison í kvöld. Hver og einn er fagmaður á sínu sviði, með hjartað á réttum stað og eru þeir allir mjög svo líflegir og litríkir á sviði. Pönkið (e. punk), sem […]

Föstudagur 25.04 2014 - 18:27

Everest og ESB

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sló á þráðinn til Pútín forseta, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi forseta Rússlands og sagðist ekki nenna að standa í þessu Úkraínumáli lengur. Bað hún Pútín um að hætta þessu hernaðarbrölti sínu við landamæri Úkraínu enda hefði hún enga skriðdreka að ráði lengur og enginn væri ógnin úr vestri nema helst það […]

Laugardagur 12.04 2014 - 09:08

Athyglissýki og meðalhóf

Við Íslendingar erum ekki öðruvísi en aðrar þjóðir en þessi litla þjóð virðist þó eiga heimsmet á hvern einstakling sem hér býr í fjölmörgum ,,keppnisgreinum“ ef svo má að orði komast. Fyrir utan hina vel þekktu hjarðhegðun, sem lýsa má með fótanuddtækinu, bumbubananum, soda-stream tækjakaupæðinu (hinu fyrra), hjólaskautahæðinu og hlutabréfakaupaæðinu hinu fyrra (2000-2003) og hinu […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur