Í ár eru vel yfir 4 ár liðin frá hruni og í febrúar 2009 áttum við hjónin fund með Ingólfi, þáverandi lögfræðingi Frjálsa fjárfestingarbankans (núverandi forstjóra Dróma og Frjálsa fjárfestingarbankans), og Kristni Bjarnasyni, þáverandi forstjóra. Við sögðum að þeir reiknuðu lánin sín vitlaust. Þeir trúðu því alls ekki að þeir væru að reikna vitlaust. Þeir […]
Í pistli þann 30. apríl sl. fjallaði ég um loforð Framsóknarflokksins og stöðu þjóðarbúsins í samhengi við nýtt hefti um fjármálastöðugleika sem Seðlabanki Íslands gefur út. Í þeim pistli segir m.a.: Talandi um kosningaloforð. Í dag kom t.a.m. berlega í ljós í hefti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika að leið Framsóknar varðandi skuldaleiðréttingu heimila gengur […]
Ef leitað er að salti jarðar á Íslandi má örugglega finna fjölda Vestmannaeyinga sem eru virkilega ,,salt jarðar“ og hafa staðið vaktina fyrir Ísland lengi vel. Má þar m.a. minnast á að þegar Danir nenntu ekki að sinna landhelgisgæslu við strendur Íslands voru það Vestmannaeyingar sem réru fyrstir allra á móti þeim sem fiskuðu frá […]
Internetið** og Veraldarvefurinn (e. the World Wide Web Consortium) er frábær miðill og hefur opnað mörgum leið til tjáningar frá því að það komst á ,,kortið“ árið 1990 fyrir tilstuðlan tölvusérfræðings hjá CERN í Sviss að nafni Robert Cailliau. Þann 30. apríl árið 1993 var tekin ákvörðun hjá CERN að Veraldarvefurinn yrði gefið öllum frjálst til […]
Hvaða leikur er í stöðunni? Þeir sem hafa leikið knattspyrnu, handbolta eða aðrar íþróttir þekkja vel að það sem máli skiptir er tímasetningin þegar markmiðið er að skora. Það sem nú er um að ræða er að líta ekki til baka heldur spila úr stöðunni eins og hún liggur fyrir í dag. Framsókn […]
Í pistli hér á Eyjunni hefur ritstjórinn sjálfur talið sig þess umkominn að geta sagt að stærsti flokkur þjóðarinnar eigi ekki að fá umboð til stjórnarmyndunar á Íslandi. Í kjölfarið fer Össur Skarphéðinsson mikinn, maður sem glatað hefur þingmönnum úr þingflokki sínum í hlutfalli sem ekki hefur mælst áður frá stofnun lýðveldis á Íslandi, og […]
Oftar en ekki er kveikt á útvarpinu á morgnanna og í dag er morguninn einstaklega fagur, blár himinn, sól og blíða. Stillt var á Heimi og Kollu í útvarpinu. Tónlistarinnar var notið í botn enda verið að spila Queen og rödd Freddy Mercury ómaði um eldhúsið. Dagurinn byrjaði virkilega vel. Í örskotsstund var hugað að því, […]
Mörgum hefur orðið tíðrætt um að Framsóknarflokkurinn sé sigurvegari kosninganna. Það er ekki rétt mat þrátt fyrir að sá flokkur hafi bæði náð vopnum sínum frá fyrri tíð og rifið óánægjufylgi af Samfylkingunni m.a. vegna þess að sú fylking hefur hent út eðalkrötum á síðustu árum. Hið rétta mat er að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur […]
Nú er orðið ljóst, þrátt fyrir að ,,nóttin sé ung“ og breytingar geti komið fram, að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að stýra flokki sínum til sigurs í þessum kosningum. Sérstaklega er flokkurinn sterkur í kjördæmi formannsins sem er fagnaðarefni. Á sama tíma styrkir Framsóknaflokkurinn sig mikið en ekki eins mikið og kannanir voru […]
Nú fer að líða að kosningum og fylgi Framsóknaflokksins dalar. Hefur formaður flokksins m.a. bent á að kosningabaráttan gæti orðið ljót og það er satt. Kosningabarátta er oft óvægin og ódrengileg þar sem notuð eru ljót orð og oftar en ekki persónulegar árásir. Hitt ber einnig að nefna að til eru þeir sem koma […]