Við þekkjum það Íslendingar að fjölmiðlar fara oft óvarlega og bera enga ábyrgð á því sem þeir segja eða gera. Þetta er oft kallað fjórða valdið en það sem þetta vald hefur umfram annað vald í lýðræðislegu þjóðfélagi er að það lýtur öðrum lögmálum en löggjafar-, dóms- og framkvæmdavald. Það virðist ekki bera ábyrgð og […]
Um þessar mundir er mikið rætt um lágskattasvæði og ber Panama þar hæst á Baugi. Fyrir kosningarnar 2013 réð hér ein argasta vinstri stjórn sem uppi hefur verið á vesturlöndum þó víðar væri leitað, jafnvel í Svíþjóð Lágskattasvæði vinstri manna Þessi íslenska vinstri ríkisstjórn samþykkti tilskipun frá ESB þess efnis að lágskattasvæði yrðu áfram í seilingarfjarlægð […]
Það var ánægjulegt að vakna upp hér í höfuðborg Kambódíu í morgun. Eftir langa rigninganótt gekk maður út í sólina og naut þess þegar hitinn læsti sér í þykkt holdið. Eftir að hafa fengið ótal hitaeiningar í skrokkinn gekk maður aftur inn, hitaði sér kaffibolla, kveikti á kælingunni og las afar ánægjulegar fréttir að heiman […]
Hér stendur maður enn á ný á kínverskri grundu. Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans hallir skína hvítar við safírsænum. En er nokkuð yndislegra – leit auga þitt nokkuð fegra – en vorkvöld í vesturbænum? Þannig orti Tómas Guðmundsson en hér lýsir skáldið einum fegursta bæjarhluta Reykjavíkur og yndisleik Kína sem enn má fynna hér […]
Kæru Íslendingar. Í dag var með þessum lögum HÉR samþykkt frá Alþingi Íslendinga að afnema fjármagnshöft í landinu. Þessi fyrsti áfangi er stórkostlegt afrek en aðallega má rekja þennan árangur til staðfestu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Ekki má gleyma traustu samstarfsfólki hans og samstarfsflokki í ríkisstjórn en hann lagði upp með þetta sem var eitthvað […]
Nú rétt eftir að RÚV bar sigur úr býtum í tveimur kosningum, þ.e. fyrst til forseta og svo til formanns í Framsóknarflokknum, er stefnan tekin á Alþingiskosningarnar. Í gær var viðtal við McCarthy sem virðist hafa slegið nýtt met í ótrúlegri ósvífni gagnvart vinnandi fólki á Íslandi og lagði til e.k. letingjalauna sem kostað gætu […]
Frá því löngu fyrir Krist hafa menn fjallað um réttlætið. Þrátt fyrir að í árhundruði hafi menn fjallað um þetta hugtak virðist sem að þroskinn sé ekki meiri en svo að heimskan eigi ekki greiða leið að hugskotssjónum manna. Um þetta hafa heimspekingarnir rætt um í aldir. Eitt sem virðist þó einkenna þekkingagrunn þjóða sem […]
Munið eftir bumbubananum sem Guðni Ágústsson keypti fyrir kosningar, hjólaskautunum á miðju diskótímabilinu, línuskautunum sem komu svo á undan hjólreiðaævintýrinu? Sodastreamið á 80s tímabilinu var alveg yndælt fyrirbæri og ekki má gleyma fótanuddtækinu sem gerði fólki kleyft að horfa á sjónvarpið og fá nudd í leiðinni. Allt kom þetta inn á heimili okkar, þótti vinsælt en […]
Í fjölbreyttum heimi, a.m.k. hér á vesturlöndum, er orðið sjálfsagt að gera ráð fyrir umræðu varðandi jafnrétti kvenna og karla. Á síðustu árum hafa orðið byltingar í jafnrétti almennt og opnun á umræðu varðandi kynjamisrétti og kynhneigð. Það er af hinu góða. Samhliða þessari umræðu hafa akveðnir aðilar náð að sannfæra sjálfan sig að þeir […]
Síðustu ár og misseri hefur þróast á Íslandi kæruleysislegt viðhorf til samfélagsins þar sem völd og ábyrgðarleysi fara saman, óábyrgar yfirlýsingar án innihalds, þörf á að þröngva lífsháttum eins upp á annan og veruleikafirrt neikvæð umræða um annars ágætt samfélag fólks er byggir á frelsi einstaklingsins, einkaframtakinu, sáttmála um velferð og umhyggju fyrir ungbörnum, öldruðum, fólki […]