Mánudagur 22.10.2012 - 18:58 - FB ummæli ()

Lærdómshroki Sigurðar Líndals

Lærdómshroki Sigurðar Líndals ríður ekki við einteyming. Allt sem aðrir segja, er merkingarlaust og ekki unnt að semja stjórnarskrá nema „að bestu manna yfirsýn“ – það er að segja að ráði hans og skoðanabræðra hans í lögfræðingastétt.

Enda þótt unnið hafi verið að undirbúningi nýrrar stjórnarskrár af fjölmennum hópi manna, víðs vegar að af landinu um langan tíma, er um að ræða „ófullburða plagg sem fullyrða má að landsmenn höfðu afar óljósa hugmynd um, hvað fæli í sér.“

Lögfræðingurinn og skáldið Hannes Hafstein sagði: 

 

Að drepa sjálfan sig

er synd gegn lífsins herra.

Að lifa sjálfan sig

er sjöfalt verra.

 

Sigurður Líndal lagaprófessor hefur dæmt sig úr leik í umræðu um nýja stjórnarskrá, auk þess sem hann hefur lifað sjálfan sig – sem „er sjöfalt verra“. Orð hans í Fréttablaðinu í dag eru til vitnis um þetta:

„Hér er unnið  í anda sýndarlýðræðis sem er vísastur vegur til að rækta jarðveg fyrir pólitíska spillingu, þannig að hún verði stunduð í skjóli teygjanlegs lýðræðilegs umboðs sem túlka megi á hvaða veg sem er og réttlæta hvað sem er.“ 

Minna mátti ekki gagn gera. Orð lagaprófessorsins bera hins vegar ekki vitni um sterka röksemdafærslu, skilning á orðum annarra eða umburðarlyndi. Nú er kominn tími fyrir hann og aðra friðelskandi menn til að fara að orðum lögfræðingsins og skáldsins Hannesar Hafsteins: „Strikum yfir stóru orðin / standa við þau minni reynum.“

Rétt væri líka fyrir lagaprófessorinn að átta sig á því, að menntun fólks er nú meiri en á æskudögum hans og krafan um aukið lýðræði – jafnvel beint lýðræði – er krafa framtíðarinnar.

Flokkar: Stjónmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar