Fimmtudagur 30.05.2013 - 15:56 - FB ummæli ()

Reykjavík, höfuðborg allra landsmanna

Stundum virðist gleymast að Reykjavík er höfuðborg Íslands og hefur hlutverki að gegna sem höfuðborg allra landsmanna. Stefna núverandi meirihluta í borgarstjórn er enn eitt dæmið um þessa  gleymsku þegar stefnt er að því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður fyrir 2030 til þess að byggja nokkur þúsund manna byggð í Vatnsmýrinni, enda þótt nægilegt byggingarland sé annars staðar á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem með þessu væri er raskað áratuga gamalli borgarmynd.

Með því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður er fótunum kippt undan innanlandsflugi og öryggi landsbyggðar rýrt að miklum mun auk þess sem æfingarflug er gert hornreka. Ofan í kaupið veit enginn hvar nýr flugvöllur ætti síðan að koma.

Þetta háttarlag núverandi borgarstjórnarmeirihluta gerir það enn brýnna en áður að taka skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins til algerrar endurskoðunar og endurskoða samskipti og samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Hins vegar virðist nýr og skeleggur innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, ætla taka hér í taumana, ræða við hlutaðeigandi og leysa málið á farsælan hátt.

Flokkar: Stjónmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar