Sunnudagur 23.06.2013 - 00:44 - FB ummæli ()

Gladíatorar samtímans

Nú stendur yfir „álfukeppni í knattspyrnu“, eins og alþjóð veit – og  jafnvel heimurinn allur. Knattspyrna er skemmtilegur leikur – eins og fótbolti og skylmingar sem við stunduðum á Norðurbrekkunni um miðja síðustu öld. Í þeim fótbolta – knattspyrnunni – var spilað á eitt mark, allir á móti öllum,  og mestu  skipti að sparka sem lengst, eins og KRingar gerðu fyrir sunnan.  Brasilíumenn, Spánverjar og Ítalir eru – eins og gefur að skilja – betri en við KAmenn, að ekki sé talað um Þorpara, Eyrarpúka og aðra horngrýtis Þórsara sem sýndu bæði hörku og ósvífni – og unnu enda okkur Brekkusnigla oftast – ef ekki alltaf.  Amk man ég eftir tapi okkar KAmanna fyrir Þór 13:1 vorið 1950 þar sem ég stóð í marki! Hins vegar hef ég ekki getað varist þeirri hugsun við að horfa á álfukeppnina í knattspyrnu – og raunar fótbolta undanfarin á – að þessir knattspyrnusnillingar séu í raun og veru skylmingaþrælar samtímans – gladíatorar nútíman. Þeir eru að vísu ekki drepnir á vígvellinum en lifa ekki lengi og eru seldir sem þrælar. „Þau eru súr“, sagði refurinn.

Flokkar: Íþróttir · Stjónmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar