Þriðjudagur 23.06.2015 - 19:06 - FB ummæli ()

„Fjölgun aldraðra áhyggjuefni“

Í Fréttablaðinu í dag er fyrirsögn á forsíðu sem hljóðar þannig í drottins nafni: Fjölgun aldraðra áhyggjuefni. Í fréttinni er að vísu talað um að fjölgun aldraðra í Garðabæ sé áhyggjuefni, en þessi orð vöktu einkennilegar kenndir hjá mér, öldruðum manninum.

Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri á Selfossi, sagði lengi að það ætti að drepa alla kalla og kellingar sem yrðu sextug. Svo varð hann sextugur sjálfur hinn 7. janúar 1957 og hélt hann upp á það með glæsibrag, eins og hans var von og vísa. Daginn eftir sagði hann við flokksbróður sinn og vin að það ætti að drepa alla kalla og kellingar sem yrðu sjötug. Egill Thorarensen lifði það ekki að verða sjötugur en dó í janúar 1961, aðeins sextíu og fjögurra ára gamall. Annars hefði hann sagt sjötugur: „Það ætti að drepa alla kalla og kellingar sem verða sjötug.”

Hins vegar sagði Oscar Wilde á sínum tíma: ”Nú á dögum getur maður lifað allt af nema dauðann.” Þannig er það enn og dauðinn er í raun hluti af lífinu og ef við viljum ekki drepa alla kalla og kellingar – eða láta gamalt fólk ganga fyrir ætternisstapa, eins og gert var í miðölum, verðum við að búa sæmilega að öldruðu fólki sem skilað hefur löngu dagsverki og gert Íslands að því góða landi sem það er – burtséð frá Alþingi.

Flokkar: Stjónmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar