16da þ.m. var Dagur íslenskrar tungu haldinn víðs vegar um land á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Á þessum degi hafa Móðurmálsverðlaunin verið veitt frá 1996 og aðrar viðukenningar þeim til handa sem stuðlað hafa að vexti og viðgangi elstu lifandi þjóðtungu Evrópu. 19da nóvember var haldin afmælishátíð Hins íslenska bókmenntafélags í tilefni 200 ára afmælis félagsins […]
Stundum getur verið gaman að spyrja spurninga sem ekkert rétt svar er til við – jafnvel ekkert svar. Á dögunum spurði ég nokkra karla og konur, hver væri að þeirra dómi fegursta vísa sem ort hefði verið á íslenska tungu. Engin frekari skýring var gefin á því, við hvað átt væri með orðinu fagur. Ekki […]
Í gærkvöldi hlustaði ég á Stockholms Symfoniorkester flytja eftirlætistónverk mitt -„fullkomnasta tónverk sögunnar“ – sjöttu sinfóníu Ludwigs van Beethovens, Pastoralsinfóníuna, sveitasinfóníuna, sem samin er 1808 og flumflutt í Vínarborg 22. desember 1808. Meðan ég hlustaði á þetta „fullkomnasta tónverk sögunnar“, fór ég að hugsa um ferilinn: snilli tónskáldsins, menntun og hæfileika hljóðfæraleikaranna, fjölbreytileika hljóðfæranna, þessara […]
Lengi hefur verið vitnað í orð Snorra Hjartarsonar: „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein”, orða Jónasar um „Ástkæra ylhýra málið” og orða Einars Benediktssonar: „Ég skildi að orð er á Íslandi til / um allt sem er hugsað á jörðu.” Þá er haft eftir Sigurði Nordal: „Það sem Jónas Hallgrímsson hefur skrifað og […]
Innanríkisráðuneytið hefur kynnt drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu. Með nýjum lögum er ætlunin að lög um mannanöfn nr. 45/1996 falli úr gildi. Í greinargerð ráðuneytisins með frumvarpinu segir að rétt sé talið að felldar séu úr gildi takmarkanir á nafngjöf og lögð áhersla á, að með því […]
Hlutverk grunnskóla Samkvæmt lögum er hlutverk grunnskóla – í samvinnu við heimilin – að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi og haga störfum sínum í samræmi […]
Nemendur Verslunarskóla Íslands sýna nú söngleikinn Moulin Rouge í Austurbæ undir stjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Aðstoðarleikstjóri er Birkir Ingimundarson, úr hópi nemenda skólans. Sýningin er í einu orði sagt frábær, raunar vandaðasta sýning framhaldsskólanemenda sem ég hef séð á langri ævi. Söngleikurinn fjallar um hina einu sönnu ást, blekkingar, svik, peninga og völd. Ungur breskur rithöfundur […]
Undarlegt var að lesa ummæli Kristófers Dignus, leikstjóra Áramótaskaups RÚV, sem Fréttablaðið hafði eftir honum í dag, laugardag 9da janúar 2016, þegar Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaups RÚV, segir umrætt grín „vera pínlegt og það eigi að vera þannig, enda vísi það til pínlegs atburðar á síðasta ári.“ Síðan er haft eftir Kristófer Dignus, leikstjóra Áramótaskaups […]
Á heimasíðu Mennta- og menningarmálamálaráðuneytisins má lesa um rannsókn, sem gerð var af „fremstu máltæknisérfræðingum Evrópu“ og bendir til þess að flest Evrópumál, þar á meðal íslenska, eigi á hættu stafrænan dauða og séu í útrýmingarhættu á stafrænni öld. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Hvítbókaröð META-NET, sem er kallað evrópsk öndvegisnet (a Network of Excellence). […]
Formælendur máltækni draga upp ófagra mynd af stöðu íslenskrar tungu og fullyrða, að ef ekkert verði að gert, sé íslensk tunga í bráðri lífshættu og verði ekki notuð í tómstundastarfi, framhaldsnámi og störfum tengdum ferðamönnum, eins og þeir orða þetta. Einn formælenda þessa hræðsluáróðurs segir á heimasíðu sinni: Ég tel að íslenskan sé “dauð” ef […]