Færslur fyrir flokkinn ‘Stjónmál’

Fimmtudagur 10.05 2018 - 21:45

Að frelsa heiminn

Hvers vegna í andskotanum sameinast ríkar þjóðir heims ekki um að eyða fjármunum í að hjálpa fátæku fólki að lifa af.

Mánudagur 19.03 2018 - 10:25

Hugarafl – opið samtal

Undanfarin fimmtán ár hefur fagfólk innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins: sálfræðingur, iðjuþjálfi, félagsráðgjafi og jógakennari starfað í teymi í samvinnu við Hugarafl, sem eru frjáls samtök þeirra sem þurfa á hjálp að halda vegna geðheilsu.  Starf teymisins er nefnt „geðheilsa-eftirfylgd” og er hornsteinn þjónustustarfs sem byggir á nýrri leið innan íslenska geðheilbrigðiskerfisins í samræmi við áherslur í […]

Þriðjudagur 20.02 2018 - 12:36

Henri de Monpezat

Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat lést í Fredensborgarhöll á Norður Sjálandi 13. þ.m., 83 ára að aldri.  Er útför hans gerð í dag frá Hallarkirkjunni, Christiansborg Slotskirke, í Kaupmannahöfn. Henri de Monpezat var fæddur 11. júní 1934 í héraðinu Talence í Frakklandi, skammt suður af Bordeaux, kominn af gamalli aðalsætt, Laborde de Monpezats. […]

Miðvikudagur 10.01 2018 - 18:25

Opinber tungumál heims

Mismunandi er hve mörg opinber tungumál eru í hverju sjálfstæðu ríki heims.  Samkvæmt skrá Sameinuðu þjóðanna eru aðildarríki þeirra nú 193 talsins.  Ísland var um tveggja áratuga skeið fámennasta ríki innan vébanda Sameinuðu þjóðanna.  Nú eru 20 ríki fámennari.  Eins og lesendur þekkja, eru íbúar á Íslandi um 340 þúsund en aðeins eitt opinbert tungumál.  […]

Föstudagur 01.12 2017 - 15:40

Sýnisbók íslenskrar ljóðlistar 1918 til 2018

Sýnisbók íslenskrar ljóðlistar 1918 til 2018 til að vekja athygli á lifandi ljóðarfi Íslendinga á öld fullveldisins, sem aldrei hefur verið meiri.

Sunnudagur 29.10 2017 - 17:34

Öryrkjar og fátækt fólk

Eftirtektarverðasta niðurstaða nýafstaðinna kosninga er sigur Flokks fólksins þar sem einlægni og hreinskilni Ingu Sæland olli straumhvörfum, en Þjóðfundurinn 2010 gerði orðin mannréttindi, menntun og heiðarleiki að helstu kjörorðum sínum.

Miðvikudagur 31.05 2017 - 12:29

Framtíð íslenskrar tungu

Undanfarið hefur allmikið verið rætt og ritað um ensk heiti íslenskra fyrirtækja. Ástæðan er sú, að síðara hluta maímánaðar tók Flugfélag Íslands upp nafnið Air Iceland Connect. Um árabil notaði félagið nafnið Air Iceland, en með því að bæta við orðinu Connect sýnum við tengingu við íslenska náttúru og erlenda áfangastaði á borð við Grænland, […]

Fimmtudagur 23.02 2017 - 13:38

Ræða forsetafrúarinnar á konudaginn

Á konudaginn, síðast liðinn sunnudag, flutti forsetafrú Íslands, frú Eliza Jean Reid, ræðu við guðsþjónustu í Garðabæ og var guðsþjónustunni útvarpað. Ræða forsetafrúarinnar var með bestu ræðum sem ég hef heyrt og hef ég þó heyrt margar góðar ræður um dagana. Ræðan var efnismikil, einlæg og skemmtileg með lærdómsríkum samlíkingum og ábendingum sem bæði konur […]

Föstudagur 11.11 2016 - 18:51

Framtíð ferðamála á Íslandi

Fróðlegt var að lesa viðtal við Dag Eggertsson arkítekt í Fréttatímanum 10da þ.m., en Dagur hefur búið í Noregi í 30 ár og rekur arkítektastofu í Ósló og Bodö.  Eftir ferðalag um Ísland í sumar segir hann að vakning sé í gangi varðandi ferðaþjónustu á landinu, en greinilega sé verið að vinna af miklum vanefnum […]

Fimmtudagur 22.09 2016 - 13:36

Glæpir gegn mannkyni og morð á saklausu fólk

  Hörmulegt er að horfa upp á glæpi gegn mannkyni og morð á saklausu fólki hvern dag sem guð gefur yfir. Þótt mannskepnan hafi frá örófi alda sýnt illmennsku og mannfyrirlitningu og saklaust fólk hafi þurft að þola ofbeldi og yfirgang valdsmanna, hafa glæpir gegn mannkyni og morð á saklausu fólki ekki verið daglegt brauð […]

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar