Forsenda þess að unnt sé sinna nútímalækningum og líknarþjónustu á Íslandi er traustur Landspítali – spítali allra landsmanna, miðstöð lækninga, líknarþjónustu og rannsókna. Ljóst er að núverandi húsnæði Landspítalans við Hringbraut er úrelt, dýrt í rekstri og fælir frá starfsfólk. Þótt mörg önnur aðkallandi verkefni séu á sviði heilbrigðismála, má það ekki verða til þess […]
Ríkisútvarp – sem rís undir nafni – er ein mikilvægasta stofnun samfélagsins ásamt Alþingi, mennta- og rannsóknarstofnunum, stofnunum heilbrigðiskerfisins í margbreytilegum myndum sínum, menningarstofnunum, svo sem leikhúsum og tónlistarfélögum – og þjóðkirkju. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um slíkar stofnanir svo og aðrar stofnanir sem reknar eru fyrir skattpeninga almennings, enda eru umræður stöðugar […]
Yfirveguð umræða um stjórnmál – og önnur álitamál er fágæt á Íslandi. Sumir skýra frumstæða og öfgakennda umræðu með víkingseðli Íslendinga, á sama hátt og forseti Íslands skýrði útrásina forðum daga. Aðrir skýra íslenska umræðuhefð með einangrun landsins, menntunarleysi landsmanna og fámenni þjóðarinnar. Enn aðrir kenna því um, að lítil áhersla sé lögð á umræður og […]
Evrópudeild Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO hefur mótað nýja stefnu í heilbrigðisþjónustu sem nefnd er Health 2020. Þar er lögð áhersla á, að aðildarríki stofnunarinnar vinni að samræmdum aðgerðum og sameiginlegri stefnu með það að markmiði að styrkja heilbrigðisþjónustu landanna í samvinnu við notendur – sjúklinga og aðstandendur þeirra – og blása nýju lífi í starf heilbrigðisstofnana. […]
Alma D. Möller, yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítala við Hringbraut, skrifar í dag grein í Morgunblaðið – sem allir ættu að lesa. Í greininni segir, að ef lífeyrissjóðir landsmanna láni fé til byggingar Landspítala Háskólasjúkrahúss, fái lífeyrissjóðirnir ávöxtun innanlands, ríkið spari fé til lengri tíma og landsmenn eignist nútíma sjúkrahús. Alma færir skynsamleg rök fyrir máli sínu […]
Við setningu Alþingis 6. júní sagði forsetinn, að eðlilegt hefði verið að Alþingi skyldi fyrir fjórum árum, þegar örlagaþrungin óvissa ríkti í efnahagslífi okkar og hins vestræna heims, sjá kosti í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, einkum vegna evrunnar sem virtist búa að styrk. Nú blasti annar veruleiki við. Enginn vissi hvernig sambandið kynni að þróast og […]
Fyrir dyrum er stjórnarmyndun eftir stutta en snarpa kosningabaráttu undanfarinna vikna í kjölfar endurreisnarinnar eftir Hrunið, þar sem enginn vissi hvort heldur hann var seldur eða gefinn. Margar leiðir virðast færar. Skynsamlegasta leiðin – leið sem gæti sameinað þessa sundruðu þjóð – er þjóðstjórn – samlingsregering – eins og við Danir segjum. Með því að […]
Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu: heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að jöfnuði í heilsu og lífsgæðum og tryggja aðgengi allra að viðeigandi velferðarþjónustu, óháð efnahag. Þessu markmiði þarf að fylgja eftir án undanbragða. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning velferðarstefnunnar og heilbrigðisáætlunarinnar, enda eru […]
Fróðlegt var að hlusta á Göran Persson, fyrrum, forsætisráðherra Svía, ræða íslensk stjórnmál á dögunum. Það sem hann lagði mesta áherslu á til þess að komast út úr fjárhags- og hugmyndakreppu íslenskrar örþjóðar, var að íslenskir stjórnmálamenn sýndu samstöðu og ynnu saman þar til varanlegur árangur næðist. Síðan gætu þeir farið að takast á – […]