Miðvikudagur 10.12.2014 - 09:36 - FB ummæli ()

,,eða til að setja aukna fjármuni í önnur verkefni“

Enn ein ný ríkisstofnun ,,Menntamálastofnun“ er nú á útungunardeild metnaðarfullra embættismanna, Alþingi. Enn og aftur undir formerkjum sameiningar stofnana sem að sögn eigi að spara. Fyrir það fyrsta er rétt að leiðrétta þann misskilning sumra að sparnaður í ríkisrekstri þýði minni útgjöld. Eins og forstýra jafnréttisstofu réttilega bendir á, þá er engin tilgangur með sparnaði í rekstri nema sá sparnaður renni aftur til nýrra útgjalda. Í annan stað má geta þess að aldrei í sögu stofnanasameiningar hefur kostnaður skattgreiðenda lækkað. Í sumum tilfellum er loddaraskapurinn slíkur að látið er í veðri vaka að spara eigi peninga en þegar betur er að gáð er um að ræða hækkun á gjaldskrám vegna leyfisveitinga osfrv. Með stofnun Menntamálastofnunar kom til greina að lækka útgjöld en að betur athuguðu máli var ákveðið ,,að setja aukna fjármuni í önnur verkefni“

Þess vegna höldum við áfram á sömu braut:

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur