Færslur fyrir desember, 2014

Föstudagur 26.12 2014 - 16:37

F.M.E. – ,,Ferðumst Meira Erlendis“

FME er eitt áþreifanlegasta dæmið um að falskt öryggi er verra en ekkert, soldið eins og öryggisbelti sem ekki grípa við árekstur. Öfugt við það sem margir halda hafði FME blásið út fyrir 2008 með reglugerðarfargani sem tryggði flesta hluti aðra en fjármálaöryggi. Bankastarfsemi snýst um að taka peninga að láni og lána út aftur til […]

Þriðjudagur 23.12 2014 - 11:03

Jólakortið í ár

Myndin sýnir skattgreiðendur reyna að halda aftur af útþenslu og skuldsetningu hins opinbera.

Sunnudagur 14.12 2014 - 11:52

Bóksala

Ríkið hækkar virðisaukaskatt á bækur sem líklega mun flýta fyrir hnignun hefðbundinnar bókaútgáfu. Lesbretti á borð við Amazon Kindle eru ótal kostum gædd sem hljóta fyrr eða síðar að útrýma leifum af dauðum trjám til miðlunar á texta. Stjórnmálamenn sem halda að þeir geti skattlagt niðurhal gagna af netinu með virðisaukaskatti, skilja einfaldlega ekki netið. […]

Laugardagur 13.12 2014 - 12:13

,,Stórkostleg skerðing á lífskjörum alþýðunnar“

Viðskiptafelsi hefur alltaf átt undir högg að sækja þó fátt tryggi betur lífsgæði almennings, jafnt hér á landi sem erlendis. Að jafnaði bregðast vinstri menn ekki röngum málstað þegar kemur að verslunarhelsi. VG telur að helsið færi þjóðinni arðinn af versluninni. Gáfuðustu forsjárhyggjusinnarnir telja að unglingadrykkja aukist ef ,,aðgengi“ aukist en leggja þó ekki til […]

Laugardagur 13.12 2014 - 11:44

Ríkisforsjá

Stjórnmálamenn takast sjaldan á um hvort heldur hvernig haga beri forræðishyggjunni. Vinstri menn vilja hækka skatta og setja lög og reglur sem myndu þá fela í sér að innan tíðar yrði Leifsstöð fyrsta fríhöfnin í heiminum sem seldi bökunarsykur enda eiga manneldissjónarmið ekki við um þá sem ferðast á milli landa. Reyndar vantar enn lög […]

Föstudagur 12.12 2014 - 19:23

Einokun og áfengisneysla

Talsmenn einokunarverslunar hafna viðskiptafrelsi og benda á máli sínu til stuðnings að einokunarverslanir norðurlanda, með ,,heftu aðgengi“ dragi úr neyslu áfengis. Engin leið er að þakka viðskiptafrelsi í suður hluta Evrópu fyrir minnkandi áfengisneyslu frekar en að hægt sé að kenna ríkiseinokunarverslunum norðurlanda um aukna neyslu.

Miðvikudagur 10.12 2014 - 09:36

,,eða til að setja aukna fjármuni í önnur verkefni“

Enn ein ný ríkisstofnun ,,Menntamálastofnun“ er nú á útungunardeild metnaðarfullra embættismanna, Alþingi. Enn og aftur undir formerkjum sameiningar stofnana sem að sögn eigi að spara. Fyrir það fyrsta er rétt að leiðrétta þann misskilning sumra að sparnaður í ríkisrekstri þýði minni útgjöld. Eins og forstýra jafnréttisstofu réttilega bendir á, þá er engin tilgangur með sparnaði í rekstri […]

Þriðjudagur 09.12 2014 - 22:17

„einhverjar krónur“

Þó að stundum mætti halda að sóun á almannafé sé á loforðalista stjórnmálaflokka verður að segjast að einstaka sinnum nái embættismenn nýjum lægðum í fyrirlitningu á hagsmunum skattgreiðenda. Starfmsaður Orkustofnunar, sem jafnframt hefur atvinnu sína af því að hafa eftirlit með endurnýjanlega eldsneytinu, færa sölutölur í Excel og hringja í seljendur sem eru seinir að […]

Mánudagur 08.12 2014 - 22:23

Ragnheiður bregst ekki vondum málstað II

Ágreiningur er uppi á milli þeirra sem gæta hagsmuna álvera og þeirra sem vilja gæta hagsmuna þjóðarinnar allrar. Iðnaðarráðherra sem veit fullvel að einungis er verið að undirbúa hagkvæmnismat vegna sæstrengs hefur það eitt til málanna að leggja að: Sæstrengur ekki í tímaþröng

Sunnudagur 07.12 2014 - 12:02

Samfélagsleg jólaábyrgð ÁTVR

Einokunarverslun ríkisins ÁTVR leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð um jólin sem aðra tíma enda gefur hið froðukennda hugtak stjórnendunum ótal tækifæri til utanlandsferða, allt til Argentínu og Chile til að ganga úr skugga um að þarlend vín séu framleidd með siðrænum hætti. Einokunarverslanirnar hafa hafnað sölu á klámfengu áfengi sem og áfengi með rokkívafi […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur