Færslur fyrir febrúar, 2016

Sunnudagur 21.02 2016 - 20:12

,,Torvelt aðgengi“

Innan við 25% þjóðarinnar treystir alþingismönnum til að setja lög. Um 75% þjóðarinnar treystir þeim sömu Alþingismönnum til að reka áfengisverslanir undir formerkjum torvelds aðgengis. Hvað ætli margir verði að áfengisfýklum við að ganga í gegnum Leifsstöð? Hvað segja lýðheilsufræðingar sem mæra göfug markmið áfengislaga um hina eiginlegu framkvæmd þeirra sömu laga?

Laugardagur 20.02 2016 - 11:11

,,Sósíalismi 21. aldarinnar“

Sagt er að undir markaðshagkerfi verði hinir ríku valdamiklir en undir félagshyggju verði hinir valdamiklu ríkir. Venezuela er gjaldþrota og á barmi upplausnar eftir að viltustu draumar félagshyggjumanna um að sníða af galla frjáls markaðshagkerfis, urðu allir að veruleika. Hvort heldur er ný stjórnarskrá ,,auðlindir í eigu þjóðarinnar“ þjóðnýtingu ,,arðinn til þjóðarinnar“ nú eða draumurinn […]

Sunnudagur 07.02 2016 - 15:16

Árni Páll trúverðugur

Árna Páli þótti sjálfsagt að leggja hundruðir milljarða á kostnað íslenskra skattgreiðenda af því að ,,það á ekki að leggja byrðar á almenning“ í Bretlandi og Hollandi. Árna fannst sjálfsagt að skattgreiðendur greiddu yfir 50 milljarða svo kröfuhafar Íbúðalánasjóðs fengju allt greitt upp í topp. Árna fannst sjálfsagt að skattgreiðendur greiddu með sameiningu Garðabæjar og […]

Þriðjudagur 02.02 2016 - 09:22

Beint lýðræði í ógöngum?

…..valdefling, þjóðaratkvæðagreiðslur, allt eru tískuorð í stjórnmálum í dag. Árið 1996 lýsti fjórðungur þeirra landsmanna sem voru á móti Hvalfjarðargöngunum því yfir að þeir myndu engu að síður nota þau. Það ár voru einungis 23% landsmanna fylgjandi því að jarðgöng yrðu gerð undir Hvalfjörð. Engu skipti þó svo að kostnaður kæmi ekki úr ríkissjóði og að engin væri […]

Mánudagur 01.02 2016 - 10:08

Ríkisforsjá í orði og borði.

Fátt er ríkisvaldinu óviðkomandi þegar kemur að því að regluvarða öll viðskipti til að tryggja nú hag neytenda. Þannig þramma t.d. eftirlitsmenn framhjá búðargluggum og gæta að verðmerkingum. Þeir sem veita ,,villandi“ skilaboð til neytenda eru svo umsvifalaust kærðir. Í Leifsstöð má sjá samhengi milli orða og athafna hjá hinu opinbera. Mismunur á kaup og […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur