Laugardagur 20.02.2016 - 11:11 - FB ummæli ()

,,Sósíalismi 21. aldarinnar“

Sagt er að undir markaðshagkerfi verði hinir ríku valdamiklir en undir félagshyggju verði hinir valdamiklu ríkir.

Venezuela er gjaldþrota og á barmi upplausnar eftir að viltustu draumar félagshyggjumanna um að sníða af galla frjáls markaðshagkerfis, urðu allir að veruleika. Hvort heldur er ný stjórnarskrá ,,auðlindir í eigu þjóðarinnar“ þjóðnýtingu ,,arðinn til þjóðarinnar“ nú eða draumurinn um jöfnuð.

Félagshyggjumenn um allan heim hafa ekki brugðist vondum málstað heldur mært afnám viðskiptafrelsis, þjóðnýtingu og hverskyns stjórnlyndistilburði valdhafa um leið og einstaklingsfrelsi er formælt sem rótum alls ills. Íslenskir félagshyggjumenn hafa lýst einræðisherranum Chavez sem ,,lang flottustum“ en Össur Skarphéðinsson lét nægja að kalla hann ,,litríkann“.

Nýjasta vonarstjarna félagshyggjumanna í Bretlandi Jeremy Corbyn skrifaði:

Thanks Hugo Chavez for showing that the poor matter and wealth can be shared. He made massive contributions to Venezuela & a very wide world.

Stjórnmálamenn geta einungis jafnað kjör þegna sinna með því að jafna ofanfrá, þ.e. með því að þrýsta niður þeim sem standa upp úr.  Fátækir íbúar Venezuela eru hinsvegar nú að uppgötva að þeirra kjör hafa ekki batnað þó svo að kjör hinna ríku hafi versnað. Þannig hefur dreifing matvæla, verðlagsstjórnun, gengisfölsun og innflutningstollar einungis getið af sér vöruskort og algera stöðnun.

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins er einn aðdáandi miðstýrðs áætlunarbúskaps og skrifaði:

…. da Silva forseti Brasilíu, hefur farið fyrir nýrri öldu vaxandi félagshyggju í S-Ameríku.  Hugo Cháviz forseti Venúzuela og Néstor Kirchener forseti Argentínu, Tabaré Vázquez forseti Úruguay fylgja sömu stefnu.

Chávez forseti Venúzuela hefur kallað eftir efnahagslegu og pólitísku samstarfi S-Ameríkuríkjanna til að minnka áhrif USA í heimsálfunni.  Ástandið er verst í Kólumbíu. Þar stjórnar Alvaro Unite sem er sauðtryggur vinur Bush og fylgir umyrðalaust tilskipunum frá ráðgjöfunum í Washington.

Þess má reyndar geta að hagkerfi hins ,,illa stadda“ Kolumbíu hefur getið af sér mesta hagvöxt álfunnar, landsframleiðsla pr. íbúa hefur nífaldast og fátækt farið úr 65% niður undir 24%, þrátt fyrir að hafa þurft að heyja baráttu við hryðjuverkasamtökin FARC sem fjármögnuð voru af Venezuela.

Leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins spyr árið 2003: ,,Er eitthvað að óttast?“

Chaves hefur greitt niður hluta skulda Argentínu við Alþjóðabankann, hann hefur veitt stórum fjárhæðum inní efnahagslíf Bólivíu, hann selur fátæku fólki í Vermont, í Rhode Island og Maine í Bandaríkjunum olíu á gjafverði en 40% af útflutningi Venezúela á olíu fer til Bandaríkjanna. Hann hefur lagt fram stórfé í hjálparstarfsemi til dæmis vegna jarðskjálftanna í Pakistan. Og hann eins og Símon Bolivar vinnur að einingu Latnesku-Ameríku. Stærsta verkefni hans er að reyna byggja upp nokkurs konar Efnahagsbandalag Rómönsku- Ameríku. Og styrkja stöðu þess gagnvart Bandaríkjunum sem lengi hefur ráðið för í álfunni.

Sú framvinda kann þá að verða ekki síður heillandi fyrir aðrar þjóðir en skáldsögur Gabriels Garcia Marques og Isabellu Allende.

Í Víðsjá RÚV var m.a. sagt að:

Þegar Chavez tók við sem forseti árið 1999 ríkti gríðarlegur ójöfnuður í landinu en rúmum þrettán árum síðar er Venesúela það land Suður-Ameríkuálfu þar sem mestur jöfnuður ríkir.

Þjóðnýting olíuvinnslunnar hefur orðið með lýðræðislegum hætti og það er svo merkilegt hvað mikið hefur áunnist

Það ,,merkilega“ sem ávannst var að olíuframleiðsla hrundi (reyndar nokkuð sem félagshyggjufólk telur nú samfélagslega ábyrgt af umhverfisástæðum).

Ban Ki Moon sagði við andlát Chavez að leiðtoginn hafi lyft grettistaki í baráttunni við fátækt í Rómönsku Ameríku og fyrir friði.

María Kristjánsdóttir leikstjóri sagði að það hefði verið ,,nauðsynlegt að svona maður hafi komið fram“.

Oliver Stone og Sean Penn kölluðu Chavez hetju og vildarvin allra fátæklinga í heiminum.

Hlutlausar fréttaskýringar RÚV hafa auðvitað ekki brugðist:

Hin stórauknu umsvif Kínverja í Venesúela, og olíukaup þeirra þar, valda stjórnvöldum í Bandaríkjunum áhyggjum, en þau eru ekki vön því að eiga í samkeppni um auðlindir ríkja í Rómönsku Ameríku.

Þess má geta að í dag þurfa Bandaríkin ekki lengur að flytja inn olíu sem þar að auki er seld á heimsmarkaði og skiptir þar uppruni littlu máli.

Áætlað hefur verið að Chavez og arftaki hans og rútubílstjórinn Maduro hafi millifært $70Bt il vinveittra hryðjuverkasamtaka á borð við Hezbollah og félagshyggjuleiðtoga annara ríkja án samþykkis þings eða ríkistjórnar.

Sagt er að allt vald spilli og gerræðisvald gerspilli. Venezuela er eitt af 16 spiltustu ríkjum veraldar hvar lögregla er líklegri til að ræna borgara heldur en aðstoða.

Nýlega birti RÚV frétt um að verðbólga í landinu væri varlega áætluð 180%.

Ástæðan fyrir efnahagserfiðleikunum í Venesúela er fyrst og fremst rakin til verðlækkunar á eldsneyti.

Það var og…….

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur