Sunnudagur 14.12.2014 - 11:52 - FB ummæli ()

Bóksala

Ríkið hækkar virðisaukaskatt á bækur sem líklega mun flýta fyrir hnignun hefðbundinnar bókaútgáfu. Lesbretti á borð við Amazon Kindle eru ótal kostum gædd sem hljóta fyrr eða síðar að útrýma leifum af dauðum trjám til miðlunar á texta.

Stjórnmálamenn sem halda að þeir geti skattlagt niðurhal gagna af netinu með virðisaukaskatti, skilja einfaldlega ekki netið.

Rafbækur eru ekki bara hagkvæmari kostur heldur býður upp á ótal notkunarmöguleika, sér í lagi þegar kemur að námsbókum sem pappírsbækur geta aldrei jafnað. Fyrir rithöfunda er mun auðveldara að gefa út bækur, t.d. í gegnum Amazon ,,direct publishing“ á innan við einum sólarhring.

Screen Shot 2014-12-14 at 11.45.40

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur