Föstudagur 19.11.2010 - 23:13 - FB ummæli ()

Rússarnir koma….

Eftirfarandi er haft eftir Árna Þór þingmanni Vg á Vísi í kvöld;

„Baneitraðir armar kolkrabbans eru enn víða í samfélaginu. Látum þá ekki eitra meira og ná yfirhöndinni á ný. Við vitum hvaðan þeim er stjórnað,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum á flokksráðsfundi VG í kvöld. Fram kom í máli margra fundarmanna að brýnt væri að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum.

Móðir mín kaus alltaf Sjálfstæðisflokkinn því hún var svo hrædd við Rússana. Þegar ég kom í menntaskóla áttaði ég mig á því að hún var vinstri manneskja.

Öllu er í dag til fórnandi til að stúta terroristum sem vesturveldin skilgreina sem múslima. Þegar krossfararnir komu til Jerúsalem um árið kynntust þeir manngæsku sem þeir áttu ekki að venjast.

Það er augljóst að valdhafar eru samir við sig í aðferðum sínum. Hversu mikið er hægt að réttlæta með endalausum hræðsluáróðri?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur