Færslur fyrir maí, 2016

Sunnudagur 29.05 2016 - 23:26

Framtíð barnanna okkar

Börnin okkar hafa undanfarna daga verið að útskrifast úr skólum landsins. Framtíð flestra er björt og möguleikar þeirra margvíslegir. Þau eiga reyndar litla möguleika á því að eiga fyrir húsaleigu og hvað þá að kaupa sér þak yfir höfuðið. Þökk sé valdhöfum. Illugi vinnur hörðum höndum að því að gera opinbert skólakerfi óaðlaðandi og markmiðið […]

Laugardagur 21.05 2016 - 23:41

Aflandskrónur á Saga class

Meðan landsmenn eru önnum kafnir við vorverk í görðum sínum leggur Fjármálaráðherra okkar fram lög um afléttingu gjaldeyrishafta á aflandskrónum. Frumvarpið er lagt fram á föstudagskvöldi og á að vera orðið að lögum á sunnudagskvöldi. Asinn er vegna hugsanlegrar sölu á verðbréfum og sniðgöngu. Er það mikilvægara en að almenningur fái að meta frumvarpið og […]

Mánudagur 16.05 2016 - 22:49

Heimilisbankinn

Núna hefur hópur einstaklinga farið af stað og myndað hóp til að stofna samfélagsbanka. Heimasíða hópsins er http://heimilisbankinn.is  Meðlimum hópsins er full alvara og vinna ötullega að markmiði sínu. Eftir að íslenskt bankakerfi í einkaeigu skeit svo fullkomlega á sig árið 2008 að það flokkast sem heimsmet núorðið fóru Íslendingar að huga að öðrum kostum […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur