Færslur fyrir desember, 2010

Föstudagur 31.12 2010 - 23:48

2010 in memorian-breytan

Við áramót leggur maður mat á hið liðna og reynir að kristalla reynslu sína sér og sínum til framgangs á komandi árum. Rannsóknarskýrsla Alþingis og fleiri aðilar hafa reynt það sama. Gagnrýnt var að valdhafar landsins í aðdraganda hrunsins hefðu gert mörg mistök. Einnig er það ljóst að almenningur hefur mjög litla möguleika til að […]

Fimmtudagur 30.12 2010 - 20:31

Flugeldurinn Jón Gnarr

Þessa dagana keppast ýmsir aðilar við að velja mann ársins. Á meðan þau mál skýrast finnst mér við hæfi að lýsa tilfinningum mínum gagnvart núverandi Borgarstjóra. Hann virkar á mig eins og flugeldur sem skaust upp á stjörnuhimininn og sprakk síðan með hvelli. Fram að þeim tímapunkti var hann stórkostleg sýning og fékk óskipta athygli. […]

Mánudagur 27.12 2010 - 05:49

Fossalögunum snúið á haus í boð Magma Energy

Jólagjöfin í ár, til okkar sem viljum að auðlindir Íslendinga séu í eigu þjóðarinnar, kom í formi fréttatilkynningar frá Magma Energy til fjölmiðla. Þar kom fram að Magma Energy í Kanada væri búið að greiða fyrir hlut sinn í HS Orku. Þar með á Magma Energy 98,53% í HS Orku. Af því leiðir að íslenskir […]

Laugardagur 25.12 2010 - 01:40

Hvernig jól viljum við hafa

Öll fjölskyldan sameinuð á aðfangadag við undirbúning á kvöldinu. Ris Á L´amande með falinni möndlu, möndlugjöfin. Óaðfinnanlegur kalkúnn að hætti húsbóndans. Pakkar, gleði og toppað með heimgerðum ís móðurinnar. Því miður ekki öllum gefið. Baráttan fyrir bættum heimi verður sérstaklega ágeng á jólum. Jólin eru tengd ákveðnum friðarboðskap og kærleika. Auk þess er vitneskjan um […]

Föstudagur 24.12 2010 - 00:47

Eru menntun og Alþingi andstæður

Núverandi ríkisstjórn ætlar sér að bjarga Íslandi hvað sem það kostar. Hún ætlar að bjarga Íslandi frá kreppunni sem nýfrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins skapaði. Hún ætlar alveg sérstaklega að bjarga okkur frá arfleifð Davíðs Oddsonar og segja síðar, sjáið tindinn þarna fór ég forðum daga, og líkin eru öll Davíð að kenna. Það virðist vera staðföst ákvörðun […]

Fimmtudagur 23.12 2010 - 00:29

Hundar Pavlovs

Tilvera vinstri manna er erfið í dag. Hjá sumum á Íslandi að minnsta kosti. Vinstri menn sem styðja vinstri ríkisstjórn Íslands virðast skiptast í tvo ólíka hópa. Þeir sem styðja fjárlagafrumvarpið og eru fylgispakir við Steingrím og eru ósáttir við þremenningana sem höfnuðu fjárlagafrumvarpi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Síðan er það hinn hópurinn og eru þremenningarnir þar meðtaldir. […]

Þriðjudagur 21.12 2010 - 22:14

Kranablaðamennska eða sannleikurinn

Ég las pistil Láru Hönnu hér á Eyjublogginu „sannleikurinn og fjölmiðlanir“. Það er pistill sem enginn á að láta fram hjá sér fara. Í pistlinum hefur Lára Hanna sett inn myndina „The War You Don’t See“  eftir John Pilger. Þessa mynd verða allir að skoða. Í mjög stuttu máli segir hún frá því hvernig spunameistarar […]

Mánudagur 20.12 2010 - 21:49

Guð blessi Írland… og okkur hin líka

Ég hef verið að lesa Letter of intent(Loi) milli írsku ríkisstjórnarinnar og Evrópusambandins og Alþjóðagjadeyrissjóðsins.  Ég mun kannski síðar fjalla nánar um einstaka þætti í því en núna læt ég mér nægja að tjá heildarmyndina sem teiknast upp í huga mínum við þennan lestur. Það sem er merkilegt er að alþjóðastofnanir eins og Evrópusambandið, Seðlabanki […]

Sunnudagur 19.12 2010 - 19:39

Búum við í einræðisríki

Núna er Alþingi Íslendinga komið í jólafrí. Á lokasprettinum samþykktu þingmenn fjárlagafrumvarpið. Þar er gert ráð fyrir bæði niðurskurði og skattahækkunum í boði bankanna. Fjárlögin túlka ranga nálgun á því hvernig við eigum að leysa bankakreppuna og auk þess standast fjárlögin ekki skoðun. Sem dæmi þá gera lögin ráð fyrir nokkuð góðum hagvexti, um 3%, […]

Föstudagur 17.12 2010 - 20:02

Umræðan um fátækt-til hvers

Það eru ólíkir heimar sem við hrærumst í eða tengjumst. Við mótumst af því umhverfi sem við lifum í. Ég þekki nokkra fátæka einstaklinga og öryrkja sem hafa það ekki gott og kjör þeirra hafa versnað í kjölfar bankakreppunnar. Ég deili ekki kjörum með þeim(ennþá) en dreg ekki í efa aðstæður þeirra. Ég hlustaði á […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur