Færslur fyrir september, 2011

Fimmtudagur 29.09 2011 - 01:46

Laugardagurinn okkar eða þeirra

Það eru áhyggjur vegna reiðinnar í samfélaginu og sumir vilja troða henni niður um einhverja trekt svo hún valdi sem minnstum skaða. Sömu aðilar sjá ekki orsakir reiðinnar heldur upplifa hana sem eitthvað sem skyggir á útsýnið úr fílabeinsturninum. Vandamálið við reiði almennings er ekki skortur á áfallahjálp. Flestir þeir sem eru reiðir eru vel […]

Föstudagur 23.09 2011 - 22:24

Ertu núll eða komma í bókhaldi bankanna

Bankarnir fengu lánin okkar á hálfvirði en rukka okkur í topp og ef við getum ekki borgað þá taka bankarnir eigurnar af okkur. Hagnaður bankanna eru tugir milljóna á dag. Bankarnir seldu okkur ólögleg lán sem þeir vissu að voru ólögleg. Það heitir að syndga upp á náðina og er eina syndin sem Guð almáttugur […]

Laugardagur 17.09 2011 - 16:52

Hver veldur lýðræðinu

Það er ekki sjálfgefið að fólk taki sér tima til að safnast saman og mótmæla á opinberum vettvangi. Þrátt fyrir það hafa mótmæli verið stunduð um langan aldur þar sem því hefur verið komið við. Margir hópar víðsvegar um heiminn eru núna að stefna fólki saman til að mótmæla. Óhugnalegar afleiðingar græðginnar blasa við. Gróði […]

Laugardagur 10.09 2011 - 23:00

Chomsky og tjöld á Wall Street

Ég skrifaði færslu um skoðun Chomsky á stöðu lýðræðis í heiminum í dag og finnst mér hann komast vel að orði þegar hann segir „By shredding the remnants of political democracy, the financial institutions lay the basis for carrying the lethal process forward — as long as their victims are willing to suffer in silence“. […]

Föstudagur 09.09 2011 - 22:39

Chomsky, rétthugsun og tjöld

,,Völdin hafa færst frá kjörnum fulltrúm og opinberum stjórnvöldum til fjármálafyrirtækja. Forríkir athafnamenn eru orðnir valdastétt sem öllu ræður og þeir sem stjórna eru forstjórar í bankaheiminum og fjárfestingarfyrirtækjum. Þessir ráðamenn eru tiltölulega fáir en þorri almennings er alþjóðlegt vinnuafl undir þeirra stjórn. Það er ekki hægt að tala um lýðræði þegar örfáir menn ráða […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur