Föstudagur 26.11.2010 - 22:43 - FB ummæli ()

Hverjir eru drullu-sokkar

Ég er farinn að trúa því að okkur Íslendingum sé ekki viðbjargandi.

Núna ætti flestum að vera ljós sú staðreynd að bankastarfsemi lagði efnahag Íslands í rúst haustið 2008. Þegar það gerðist vorum við að mjólka kýr, veiða fisk og bræða ál og gerum enn. Lettland, Grikkland og Írland eru lönd í mikilli kreppu eins og við. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið sinna viðkomandi löndum og eru sammála í aðgerðum sínum gagnvart vandamálinu. Í fyrrnefndum löndum er almenningur enn að störfum og framleiðslu. Þar eins og hér er bankakerfið orsök ógæfunnar.

Lyfseðillinn hljóðar upp á sömu meðul hjá öllum ríkjunum. Almenningur/ríkiskassinn á að taka á sig skuldir einkabankanna og til þess að það sé hægt þarf að minnka allan hugsanlegan kostnað s.s. laun, og hækka skatta. Öll geta ríkiskassa viðkomandi landa fer í þessa hít.

Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir eru til þingmenn og aðrir menn sem mæla sjóðnum og bandalaginu bót og aðferðum þeirra. Þetta gerist jafnvel hér á Íslandi. Þar sem niðurskurðurinn veldur enn meira atvinnuleysi og minnkaðri kaupgetu þá eykst kreppan enn frekar. Þar sem markmið sjóðasins/bandalagsins er að láta almenning borga fyrir bankana finnst þeim þetta í lagi. Auk þess ef fleiri ríki þurfa stór lán þá græða bankarnir enn meira.

Sennilega finnst viðkomandi mönnum vænt um bankana og að þeir verðskuldi góða meðferð. Einnig eiga þeir erfitt sem fylgja Evrópusambandinu að málum að hafna Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem þessar tvær stofnanir eru sammála í sínum aðgerðum í löndum sem kljást við gjaldþrota banka.

Við Íslendingar kusum Steingrím og Jóhönnu á þing en ekki bankana, eða hvað?  Sem upplýst og vel menntuð þjóð þá ætti hún núna að koma þeim skilaboðum til kjörinna fulltrúa sinna að við viljum að bankarnir séu fyrir okkur en ekki öfugt.

Ef valdhafarnir vilja frekar þjóna bönkunum en okkur þá eru þau barasta drullu-sokkar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur