Fimmtudagur 23.12.2010 - 00:29 - FB ummæli ()

Hundar Pavlovs

Tilvera vinstri manna er erfið í dag. Hjá sumum á Íslandi að minnsta kosti. Vinstri menn sem styðja vinstri ríkisstjórn Íslands virðast skiptast í tvo ólíka hópa. Þeir sem styðja fjárlagafrumvarpið og eru fylgispakir við Steingrím og eru ósáttir við þremenningana sem höfnuðu fjárlagafrumvarpi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Síðan er það hinn hópurinn og eru þremenningarnir þar meðtaldir.

Þessi ágreiningur hefur verið auglýstur kirfilega undanfarna daga í fjölmiðlum. Þar sem hann snýst um grundvallaratriði er ekki skrýtið að maður sé að skrifa um þetta dag efti dag. Það sem er athyglisvert er að vinstri menn og verkalýðsfélög í mörgum löndum Evrópu eru þessa dagana að mótmæla niðurskurði og hugmyndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins hvernig maður bjargar einkabönkum á kostnað almennings. Það sem er athyglisvert er að þremenningarnir virðast vera samstíga þessum öflum í Evrópu. Hvar maður á að staðsetja hina vinstri þingmennina og verkalýðshreyfinguna á Íslandi er vandséð.

Svona heilt yfir þá virðist þessi hópur plast-vinstri manna og krata bara sjá ESB sem lausn allra mála og það ræður viðbrögðum þeirra í einu og öllu. Skrítin þessi tilvera því vinstri menn eru að mótmæla aðferðum ESB/AGS í Evrópu. Hvað er vinsti maður eiginlega?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur