Föstudagur 07.01.2011 - 22:46 - FB ummæli ()

Blaðamannakarókí í Norræna húsinu og veðurfræðingar

Við Íslendingar gætum misst allar auðlindir okkar, orkuna, vatnið og fiskinn. Aðrar þjóðir hafa lent í því og við ættum að hafa lært það af hruninu að við erum ekkert sérstaklega bræt. Það var mjög athyglisvert viðtal við handboltakappann okkar Ólaf Stefánsson á Visi.is um auðlindamál. Ólafur var mættur á maraþon karókí Bjarkar í Norræna húsinu og var að skýra út sína afstöðu fyrir blaðamanninum.

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP1432

Eins og Ólafur bendir okkur á þá gerist þetta í litlum skrefum sem hafa það að lokamarkmiði að þjóðir missi eignarétt og arð sinn af auðlindum sínum. Arðurinn fer síðan í vasa fárra útvaldra en ekki þjóðarinnar. Ólafur lagði mikla áherslu á að við yrðum að taka eftir þessum litlu skrefum og stöðva þau. Hann lagði líka mikla áherslu að gildi þess að þekkja söguna vel því hér væri um endurtekna atburði að ræða og ferlið þekkt og skilgreint.

Skuldir, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sala auðlinda og fátækt er síendurtekin saga. Sá sem er nettengdur getur lesið sig vel til um þessa hluti. Almenningur treystir öðrum fyrir því að fylgjast með og framkvæma rétt. Nú hefur nýtingarétturinn á HS-Orku verið afhentur erlendu fyrirtæki næstu 130 árin og núverandi ríkisstjórn hefur verið verri en gagnslaus við að verja hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Þess vegna er kominn fram hópur einstaklinga sem krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum. http://www.orkuaudlindir.is/ .

Í raun finnst mér að blaðamenn ættu að gefa út stormviðvörun þegar þessi mál eru rædd. Það ætti að vera mikilvægt fyrir þá að arðurinn af auðlindum okkar komi okkur til góða. Að Björk og félagar séu með karókí í Norræna húsinu er merki um áhugaleysi blaðamanna á málefninu. Að heimsþekktir einstaklingar koma sér fyrir stutt frá öllum helstu fréttastofum landsins með partýuppákomu er eingöngu gert til að fá athygli. Það má skrifa langan pistil um hvers vegna blaðamenn ættu að fjalla um sölu auðlinda á sömu nótum og veðurfræðingar um aðsteðjandi storm. Vörn blaðamanna er alltaf sú að „ ég hef nú fjallað um málið og ekki minna en aðrir“.

Stormar koma aftur og aftur en kreppur og sala auðlinda virðast alltaf koma í fyrsta skiptið. Hver hefur hag af því að sagan sé þannig skráð og hvers vegna sjá blaðamenn ekki samhengið eins og veðurfræðingar. Veðurfræðingar sjá samhengið og skammast sín ekkert fyrir að draga sínar eigin ályktanir; að það er helvíti mikið rok þegar stormur er og það er þjóðhagslega hættulegt.

Koma nú kæru landsmenn og takið þátt í tilverunni;

Ég undirrituð/undirritaður skora á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og skora jafnframt á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

In English

I urge the authorities to stop the sale of HS Orka and for Alþingi to hold a national referendum on the ownership and the utilisation of our energy resources.

Netföng verða undir engum kringumstæðum afhent þriðja aðila.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur