Miðvikudagur 13.04.2011 - 23:09 - FB ummæli ()

Þakkir til forseta Íslands

Stjórn Frjálslynda flokksins þakkar Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir frækna framgöngu hans í Icesave málinu. Frá upphafi hefur málsmeðferð stjórnvalda í Icesavemálinu verið með endemum s.s. að ætla að þröngva  Icesavesamningnum ólesnum í gegnum Alþingi og geta ekki skýrt og varið af myndugleika málstað Íslendinga.

Sú ákvörðun forsetans að skjóta Icesavemálinu til þjóðarinnar verður vonandi til þess að núverandi ríkisstjórn og sömuleiðis ríkisstjórnir framtíðarinnar taki í auknum mæli ákvarðanir í samræmi við vilja þjóðarinnar.

Niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesavesamninginn staðfestir að myndast hafi djúp gjá á milli þings og þjóðar.  Meirihluti kjósenda greiddi atkvæði gegn því að taka á sig ótakmarkaða ábyrgð og kostnað vegna gallaðs regluverks Evrópusambandsins og misferla fjármálakerfisins.  Nú ætti það að vera forgangsverkefni hjá þjóðkjörnum fulltrúum að brúa gjána svo landsmenn snúi bökum saman allir sem einn.

Barátta og sigur grasrótarsamtakanna Samstöðu þjóðar og Advice er merkilegur fyrir margra hluta sakir og ekki síst að þau öttu kappi við sterkustu öflin í þjóðfélaginu þ.e. leiðandi stjórnmálaflokka, sérfræðingaveldi og álitsgjafa flokkanna inn á fjölmiðlum, helstu fjölmiðla, Samtök atvinnulífsins og verklýðshreyfinguna.

Venjulegir kjósendur sögðu nei við boði valdastéttarinnar að játast undir  ósanngjarnan samning.

Mikil barátta stendur um þessi ólíku sjónarmið um allan heim og þess vegna erum við Íslendingar ekkert eyland í umræðunni á heimsvísu. Ísland hefur nú tekið þá afstöðu að bankakerfið geti ekki gengið, að því vísu að almenningur borgi kostnaðinn vegna mistaka þess.

Sigurjón Þórðarson, formaður

Ásta Hafberg, varaformaður

Grétar Mar Jónsson, ritari

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur