Mánudagur 25.04.2011 - 20:07 - FB ummæli ()

LÍÚ og kattasmölun

Vegna mikils atvinnuleysis er mikil harka hjá atvinnurekendum. Í Evrópu eru kröfur um meiri afköst og minni réttindi og helgast það í orðunum að verkamenn Evrópu þurfi að verða samkeppnishæfari en áður. Þá er sennilega verið að miða við ódýrt vinnuafl í Asíu. Með sívaxandi kreppu mun verða auðveldara að minnka þann kostnað sem launamenn eru í framleiðslu heimsins. Þessi staða mun sennilega valda átökum á milli hópa þegar harðnar á dalnum og þegar verulega fer að kreppa að munu mannskæð átök brjótast út. Ástandið í N-Afríku er dæmi um skort hjá hluta almennings sem hefur valdið átökum. Á Íslandi brúka menn ennþá bara munn og vonandi verður það ekki verra en svo.

Landsamband Íslenskra Útvegsmanna vill fara í fæting og ætlar sér kvótann með góðu eða illu. Stór hluti almennings á Íslandi er á annarri skoðun en LÍÚ. Á milli þessara tveggja aðila eru kjörnir fulltrúar og framkvæmdavaldið. Þar sem Steingrímur og Jóhanna hafa alltaf kosið á Alþingi hingað til með kvótaauðvaldinu væri það stílbrot ef þau færu að taka upp á einhverri nýlundu í þeim málum. LÍÚ hefur hingað til getað smalað öllum köttunum sínum í hús þegar þurfa þykir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur