Miðvikudagur 05.10.2011 - 19:11 - FB ummæli ()

Fréttatilkynning frá Tunnunum

Fréttatilkynning frá Tunnunum

Af gefnu tilefni viljum við taka það fram að tunnumótmælin, undir stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðið mánudagskvöld, voru ekki að undirlagi neins stjórnmálaafls og krafa þeirra snerist á engan hátt um nýjar kosningar.

Kröfur okkar komu skýrt fram á viðburðinum sem var stofnaður á Facebook, í fréttatilkynningum sem voru sendar á fjölmiðla og svo í bréfi sem var sent á alla þingmenn. Kröfur okkar snúast í stuttu máli um leiðréttingu á stöðu lántakenda, verulegar lýðræðisumbætur, uppgjöri gagnvart raunverulegum hrunvöldum og uppstokun á fjármálakerfinu.

Frá því í fyrra höfum við mælt með lýðræðislegri samvinnu til að vinna að lausnum þess samfélagsvanda sem núverandi stjórnarkreppa í landinu viðheldur. Við hörmum þau undanbrögð sem við höfum upplifað og horft upp á í samskiptum stjórnvalda við Hagsmunasamtök heimilanna.  Þessum augum lítum við þau viðbrögð forsætisráðuneytisins, við undirskriftarlistum Samtakanna, að kalla saman sama sérfræðingahóp og í kjölfar stóru tunnumótmælanna í fyrra. Við fordæmum þessi undanbrögð varðandi kröfur nær 35.000 Íslendinga ásamt því að hvorki Hagsmunasamtökin né Tunnurnar hafi verið höfð með í ráðum.

Við viljum nota tækifærið og þakka öllum sem mynduðu kyrrláta en háværa samstöðu fyrir framan alþingishúsið síðastliðið mánudagskvöld um kröfur okkar um uppbyggingu samfélags sem gerir ráð fyrir mannsæmandi kjörum fyrir alla og viljum skora stjórnvöld að taka sig saman í andlitinu og fara að hlusta. Að öðrum kosti ætti stjórnmálastéttin öll að stíga hógvær til hliðar og gefa þjóðinni tækifæri til að skipa óflokksbundna sérfræðinga í bráðbirgða- og/eða verkefnisstjórn. Sú leið er fær undir þeirri stjórnskipunarhefð sem Sveinn Björnsson, fyrrverandi forseti, skapaði á sínum tíma með skipun utanþingsstjórnar.

————————————————————————————————————————-

Óneitanlega er viss gjá sem þarf að brúa, eða hvað?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur