Laugardagur 21.01.2012 - 22:02 - FB ummæli ()

Sófinn og Búsáhaldarbyltingin

Að ræða um Nýtt Ísland þegar Búsáhaldarbyltingin er þriggja ára er nokkuð sorglegt. Við sem mættum á Austurvöll og á Opna Borgarafundi munum eftir spenningnum, ákafanum og vonunum. Nú átti að mala liðið. Eftir á að hyggja, þegar ég stóð svo til einn eftir á Austurvelli, þá var þetta allt saman hálfgert rugl. Við sem héldum áfram að mótmæala óréttlætinu vorum örfá. Hin voru sest í helgan stein. Þau höfðu fengið ríkisstjórnina sína. Það sem rak þau áfram í Búsáhaldarbyltingunni var voninn um sigur í kosningum, valdataka og ekki síst hatrið á Davíð Oddsyni. Þau náðu völdum og fengu vinstri ríkisstjórnina sína. Þrátt fyrir það er atvinnuleysi í hæstu hæðum, brottfluttir sjaldan fleiri, eigur fólks brenna upp og fólki er hent út af heimilum sínum svo bankinn fái veðið sitt. Áhugi Alþingis er lítill sem enginn á örlögum heimilanna. Mun frekar er karpað um aukaatriði og Stjórnarskránni okkar er stungið undir stól.
Það væri örugglega verra ef Sjálfstæðismenn stjórnuðu segja stjórnarliðar. Þetta hefðuð þið átt að vita þvi að allar bólur springa-og þar með játa stjórnarliðar trú kapitalsins. Ykkur var nær.
Er það virkilega nauðsynlegt að Sjálfstæðimenn komist aftur til valda til að sófakommarnir komi sér upp úr fleti sínu og geri almennilega byltingu? Að sitja á afturendanum og rökræða ágæti Alþjóðagjadeyrissjóðsins fyrir almenning á Íslandi svo að Steingrímur haldi völdum er einhver útópía sem ég hélt að ég myndi aldrei upplifa.
Jæja, þá er ég búinn að hella mér yfir kvíslingana úr Búsáhaldarbyltingunni. En meðal annarra orða það verður fundur í Háskólabíói mánudaginn 23. janúar kl. 20:00. Efni fudarins er Verðtryggingin og áhrif hennar á lánin okkar. Við munum öll eftir stemmingunni í Háskólabíói á Opnum Borgarafundum. Hver man ekki þegar Solla sagði „þið eruð ekki þjóðin“.
En man einhver eftir því að Steingrímur lofaði að afnema verðtrygginguna á einum slíkum fundi og fékk mikið lófaklapp fyrir. Hann er popúlisti af guðs náð. Ætlum við sem almenningur að láta blekkja okkur eina ferðina enn. Ætlum við ekki að kynna okkur málin, fræðast, spyrja spurninga og krefjast réttlætis???
Ef svo er þá er sófinn ekki valkostur!

 

FRAMSÖGUMENN Á FUNDINUM  23. jan.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt
Karl Sigfússon, verkfræðingur og millistéttarauli

Marinó G. Njálsson, ráðgjafi
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi

Pallborðið verður tvískipt en þar verða eftirtaldir:

PALLBORÐ I

Karl Sigfússon, verkfræðingur og millistéttarauli
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt
Sverir Bollason, skipulagsverkfræðingur

PALLBORÐ II

Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi
Marinó G. Njálsson, ráðgjafi
Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður VR

Fundarstjóri: Rakel Sigurgeirsdóttir
Pallborðsstjóri: Eiríkur S. Svavarsson

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur