Fimmtudagur 16.02.2012 - 01:10 - FB ummæli ()

„Ekki eins og Frjálslyndi flokkurinn“……

Siggi stormur sagði í Silfri Egils þann 12. febrúar 2012 að Samstaða vildi innkalla kvótann en ekki breyta kvótakerfinu „eins og Frjálslyndi flokkurinn ætlar að gera“. Auk þess notar hann orðalagið „ á morgun“. Að gera þjóðinni upp þá heimsku að hún trúi því að eitthvert stjórnmálaafl ætli að breyta slíku kerfi eins og kvótakerfinu á örfáum klukkustundum er vanvirðing við skynsemi þjóðarinnar.

Núverandi fyrirkomulag við útdeilingu á kvóta brýtur mannréttindi á Íslendingum á Íslandi samkvæmt áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007. Mannréttindarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld brjóti eigin lög um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, lög nr.10 frá 1979. Sennilega er þetta eina mannréttindarbrot okkar Íslendinga sem Sameinuðu þjóðirnar hafa slegið föstu að við framkvæmum. Nefndin óskaði eftir viðbrögðum innan 180 daga en við höfum ekki bætt ráð okkar frekar en Sýrlandsforseti.

Frjálslyndi flokkurinn vill breyta kvótakerfinu þannig að það brjóti ekki mannréttindi en hinir virðast ekki reiðubúnir til þess. Samkvæmt skoðanakönnunum vill þjóðin breyta kvótakerfinu eins og Frjálslyndi flokkurinn. Það sem virðist sætta menn við mannréttindarbrot á Íslandi er annaðhvort óttinn eða samsömun við stóru kapítalistana innan LÍÚ.

Allt tal um kollsteypur ber skort um vanþekkingu á málflutningi Frjáslynda flokksins. Flokkurinn gerir ráð fyrir að hluti auðlindagjalds fari til greiðslu skulda útgerða, skulda sem komu sannanlega til vegna kaupa á kvóta. Einkaþyrlur eru og verða einkamál.

Munurinn felst ekki í innkölluninni á kvóta. Munurinn felst í nýrri úthlutun. Frjálslyndi flokkurinn krefst jafnréttis við úthlutun á kvóta. Þannig mun manréttindarbrotum linna á Íslandi. Hann vill að nýir aðilar geti skapað sér framtíð í grundvallariðngrein Íslendinga. Frjálslyndi flokkurinn hafnar mismunun og krefst jafnréttis. Flokkurinn telur að slík mannréttindarbrot séu ekki verslunarvara.

Mannréttindarbarátta hefur oft þurft að lúta í lægra haldi fyrir miklum einkahagsmunum. Það er sárt þegar baráttu Frjálslynda flokksins fyrir jöfnum rétti og þar með mannréttindum er afgreidd með jafn óábyrgum hætti. Í hverra þágu er það?

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur