Föstudagur 29.06.2012 - 00:37 - FB ummæli ()

Gylfi og kreppulok…

Kreppan er búin sagði Gylfi, amen. Læknirinn fann púls og sagði hann lifir en tók ekki eftir járnbrautalestinni sem hafði nýlega ekið yfir sjúklininginn miðjann.

Ísland á ekki fyrir skuldum og er rekið á kredit. Gjaldeyrishöftin, snjóhengjan, fátæktin, nauðungaruppboðin, gjaldþrotin, þeir sem ekki borga eða geta ekki staðið í skilum, mataraðstoðin, atvinnuleysið, landflóttinn, eignaupptakan o.sv.fr..

Afskriftir hrunverja og arðgreiðslur elítunnar. Misskiptingin.

Hvar var kreppa, hvar er kreppa og hvert fór hún?

Skilin eru á milli almenings annars vegar og lánadrottna hins vegar og vina þeirra. Um víða veröld og líka á Íslandi eru lántakendur og venjulegur almenningur að skapa arð hinna með striti sínu. Átökin harðna eftir því sem græðgin verður taumlausari og ósvífnari. Mótmælendur mæta lögreglumönnum gráum fyrir járnum víðsvegar í Evrópu og Ameríku. Almenningur missir stöðugt trúnna á stofnunum lýðræðisins og mun á endanum taka til örþrifaráða. Hugsanlegt er að Tyrkir setji þriðju heimstyrjöldina í gang og þá gleymast svona smámunir eða þá að menn setjist bara niður og horfi á fótbolta í beinni.

En á Íslandi hefði Gylfi bara mátt senda tölvupóst til þeirra sem tilheyra 1% um að kreppan þeirra væri búin. Algjör óþarfi að vera segja okkur hinum að ránið á eigum okkar hefði lukkast.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur