Sunnudagur 09.09.2012 - 23:05 - FB ummæli ()

Hverra er valdið og hvernig er það notað

Þegar fylgst er með forsetakosningunum í Bandaríkjunum þá virðist litlu skipta hvor verði forseti. Báðir flokkarnir eru sammála um að bjarga fjármálakerfinu á kosnað almennings, skaffa stórfyrirtækjum niðurgreitt vinnuafl, styðja Ísrela að kúga Palestínumenn og auka hernaðarmaskínu Bandaríkjanna um víða veröld. Ef þeir væru ósammála um eitthvað sem skiptir máli þá gætum við hugsanlega eytt tíma í þessa kosningabaráttu.

Í raun er svipaða sögu að segja frá öðrum löndum. Það virðist ekki skipta neinu höfuðmáli hverjir eru kosnir, stefnan breytist ekki. Nýkjörinn forseti í Frakklandi boðar nú mikinn niðurskurð á næstunni. Ef einhverjar vonir voru bundnar við að hann yrði á einhvern hátt öðruvísi, kannski soldið vinstri sinnaður eða stæði við kosningaloforðin þá eru þær vonir  óðum að minnka.

Við Íslendingar höfum einnig fengið að bragða á þessum rétti. Núverandi stjórnaflokkar voru mjög andsnúnir mörgu fyrir kosningar sem þeir hafa framkvæmt af elju eftir að þeir komust til valda.

Þar sem framkvæmd valdhafa gagnast oftast best fjármálaöflunum frekar en almenningi þá virðast fjármálaöflin hafa lokaorðið hvað svo sem við kjósum okkur. Þess vegna virðist svo vera að valdhafar í mörgum löndum séu strengjabrúður og alls ekki víst að þeir kunni því neitt vel en eiga engan annan valmöguleika í stöðunni.

Þess vegna eru aukin áhrif almennings mjög nauðsynleg á milli kosninga. Beint lýðræði ásamt því að geta knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þar með gefst almennigi sá möguleiki að eiga lokaorðið frekar en fjármálaöflunum.

Þar sem núvernadi ríkisstjórn á Íslandi hefur þjónað fjármálaöflunum svo dyggilega að meira að segja formaður Vinstri grænna er hlaðinn medalíum m.a. frá AGS þá er fullt tilefni til að mæta á Austurvöll á miðvikudagskvöldið og koma sjónarmiðum þeirra á framfæri sem telja sig hafa verið sniðgegna eða gleymda. Ekki vil ég trúa því að allir séu sáttir við að medalíurnar verði bara pússaðar fyrir vorið og við kjósum þær aftur sem þær væru nýjar.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur