Föstudagur 05.10.2012 - 21:30 - FB ummæli ()

Að koma sér upp á dekk

Ísland strandaði haustið 2008. Krafan um nýja stjórnarskrá fæddist í kjölfarið. Almenningi hafði ekki verið hleypt upp á dekk og margir vöruðu við siglingaleiðinni fyrir hrun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Í fullkomnum heimi með beinu lýðræði hefðu farþegar á þriðja farrými ráðið ferðinni vegna fjölda og sennilega kynnt katlana minna. Áreksturinn hefði því orðið mýkri. Með sama lýðræðisfyrirkomulagi hefðu sjóprófin orðið öðruvísi.

Með sameiginlegu átaki þjóðfundar og stjórnlagaráðs hefur komið fram ný stjórnarskrá sem er málamiðlun margra sjónarmiða. Okkur er hleypt upp á dekk og núna fáum við að segja hvað okkur finnst en það er mikil breyting frá því sem áður var.

Það að okkur sé hleypt upp á dekk, að við fáum að segja skoðun okkar 20. október á væntanlegum ákvörðunum valdsins er ný og ógnvænleg staða fyrir valdið. Auk þess er í nýrri stjórnarskrá ákvæði sem gerir okkur á þriðja farrými kleyft að taka stjórnina ef 10% okkar sammælast um það.

Við getum að sjálfsögðu haldið áfram að skipta okkur ekki af því hvernig skútunni er stýrt. Við getum haldið áfram á þriðja farrými að eltast við sætustu stelpuna með þekktum afleiðingum. Betur sjá augu en auga og þess vegna er mjög mikilvægt að við tökum þátt og gefum til kynna vilja okkar. Ef við viljum ekki nýta okkur þetta tækifæri verður erfitt að koma seinna og fara fram á aukið eða beint lýðræði, það verður varla tekið mark á okkur þá.

Við getum tekið þátt og verið virkir borgarar og sagt hvað okkur finnst. Mætum á kjörstað og kjósum 20. október!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur