Fimmtudagur 01.11.2012 - 00:53 - FB ummæli ()

Vinstri nýfrjálshygga

Álfheiður Ingadóttir segir um daginn að uppgjörinu við nýfrjálshyggjuna sé ekki lokið. Hér erum við Álfheiður sammála, tökum dæmi;

Frjálsir einkabankar fóru á hausinn og tapið sett á skattgreiðendur.

Hrægammasjóðir kaupa restina af gömlu bönkunum.

Hrægammasjóðum hleypt á íslensk heimili.

AGS fyrirskipar niðurskurð og aukna skuldsetningu almennings til bjargar fjármálafyritækjum.

Flekklaus samvinna við AGS.

Verðtryggingin ekki afnumin af samúð við fjármagnseigendur.

Íslenskum heimilum beint til dómstólanna til að leita réttar síns, öngvu réttlæti ávísað frá stjórnvöldum, frekar hið gagnstæða.

Árna Páls lögin í boði stjórnvalda að fyrirmælum AGS.

Ríkisstjórnin hlaupatík City of London í Icesave málinu.

Stjórnvöld halda hlífðarskildi yfir sterkustu stuðningsmönnum nýfrjálshyggjunnar á Íslandi þ.e. kvótagreifunum og neitar að svifta þá völdum.

Ýmislegt fleira mætti telja til en læt það eiga sig því annars mun Álfheiði örugglega ekki lítast á verkefnalistann fyrir næsta þing og draga framboð sitt til baka.

Þrátt fyrir það er hún velkominn upp á dekk að berjast fyrir almenning á Íslandi.

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur