Sunnudagur 23.12.2012 - 01:16 - FB ummæli ()

Lilja hættir

Lilja Mósesdóttir gefur ekki kost á sér til frekari þingsetu, þ.e. hún ætlar ekki í framboð í næstu kosningum. Sumir munu sjálfsagt lýsa yfir ánægju sinni og aðrir koma með einhverjar fræðilegar skýringar á hinu og þessu sem skýrt gæti þessa ákvörðun. Ákvörðunin er einfaldlega sorgleg en um leið skynsamleg.

Sorgin felst í því að við Búsáhaldarbyltinguna vöknuðu vonir um nýja og breytta tíma, um réttlæti. Elíta landsins hefur af ósérhlífini og einurð þvælst fyrir með þeim árangri að Lilja sér ekki lengur meirihluta fyrir því réttlæti sem hún flutti með sér inn af Austurvelli inn á Alþingi. Skynsemin felst í því að ekki er hægt endalaust að verjast úrtölum, vantrausti og tími til að hvíla sig.

Lilja getur vel við unað því hún hefur hreyft við mörgu og margar af hugmyndum hennar lifa áfram.

Takk fyrir samstarfið á liðnum árum Lilja og farnist þér vel á nýjum vettvangi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur