Fimmtudagur 14.03.2013 - 23:15 - FB ummæli ()

Skelfilegt uppnám…uppnámsstaða

Uppnám: 1) Glundroði, 2) Eignarnám, 3) Tefla peði í uppnám.

Breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur þingmanns(héðan í frá kölluð Magga refur) hefur valdið miklum usla í dag. Hún gerir breytingartillögu við formannafrumvarp þremenninganna frá Dunkirk.

Fjölmiðlar landsins telja tangarsókn Margrétar valda uppnámi. Spurningin er hvaða skilning þeir leggja í orðið uppnám. Sem góðir greinendur eiga þeir sjálfsagt við eftirfarandi skýringu á orðinu að tefla peði í opinn dauðann/uppnámsstaða.

Það mun verða mjög spennandi að fylgjast með hversu ríka þörf þeir þingmenn sem hafa stutt stjórnarskrárfrumvarpið hafa á næstu dögum að gera grein fyrir atkvæði sínu við breytingartillögu Margrétar. Vissar grunsemdir eru þó að þeir verði hreinlega orðlausir.

Þjóðin bíður og leggur við hlustir

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur