Miðvikudagur 24.04.2013 - 13:01 - FB ummæli ()

Velferð fyrir fjármagn eða fólk

Uppboð á heimilum fólks er algengt á Íslandi í dag, um 3 á dag að meðaltali. Þetta er gert til að tryggja endurheimtur fjármagns fjármagnseigenda. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir viðkomandi fjölskyldur. Þetta er ekki velferð í verki. Þetta ætlar Dögun að stöðva.

Á öðrum vettvangi eru fjármagnseigendur að reyna að hámarka fé sitt og er ég þá að hugsa um svokallaða snjóhengju. Ef hún verður losuð þá munu Íslendingar þurfa að taka á sig allan gjaldeyrisvaraforðann og meira til. Skuldir okkar munu margfaldast, krónan falla og ný kreppa bresta á hér á landi.

Dögun hafnar þessum hugsunarhætti eða sértrú að fjármagnseigendur eigi einhvern sérrétt eða meiri umhyggju en venjulegar manneskjur. Fjármagnseigendur eru oftast að höndla með umfram fjármagn en fjölskyldur á Íslandi eru að berjast fyrir aleigu sinni. Á þessu er mikill munur. Við í Dögun tökum afstöðu með lántakendum, þess vegna og ef þarf á kostnað lánveitandans. Þess vegna viljum við m.a. fara skiptigengisleiðina(þýsku leiðin) við að losa um snjóhengjuna. Sú leið hefur reynst vel.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur