Mánudagur 02.09.2013 - 21:39 - FB ummæli ()

Töfrasprotinn

Landspítalinn er í vandræðum. Hann skortir fjármagn. Mjög mikill og langvarandi niðurskurður á Landspítalanum, sem jókst gríðarlega í kjölfar bankahrunsins á Íslandi haustið 2008, er meginorsök fyrir slæmri stöðu Landspítalans. Svipað má segja um aðra hluta velferðakerfisins á Íslandi. Skuldir íslenska ríkisins voru ekki miklar fyrir hrun en margfölduðust samfara gjaldþroti einkarekins bankakerfis.  Mistök ”snillinganna” urðu að skuldum okkar en það  hefði ekki þurft að verða svo. Við hefðum getað hafnað ábyrgð á mistökum þeirra en þjóðin var hvorki upplýst né gefin kostur á því.

 

”Þrátt fyrir nokkurn afgang á undirliggjandi viðskiptajöfnuði, einkum framan af spátímanum, nægir hann ekki til að standa undir þekktum afborgunum af erlendum lánum. Endurfjármögnun hluta þeirra er því forsenda stöðugs gengis. Sérrit Seðlabanka Íslands Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður. Nr. 9, 2013.”

 

Seðlabanki Íslands hefur í tvígang á þessu ári gefið það út skriflega að á árunum 2014-2017 muni Ísland ekki eiga fyrir afborgunum af erlendum lánum og því þurfum við að fá meira fé lánað. Þ.e.a.s. við erum ekki borgunarmenn fyrir skuldum okkar og munum þurfa að beygja okkur undir vald lánadrottna til framtíðar. Sjálfsagt var AGS ekki að pressa okkur í upphafi  því þeir vissu alltaf að þeir ættu innkomu síðar.

 

Þessi mál voru ekki rædd í aðdraganda kosninganna af fjórflokknum og ekki heldur núna. Það er í raun glæpur gagnvart þjóðinni.

 

Það sem er að gerast á Landsspítalanum er birtingarmynd kreppunnar og áminning um það sem er og verður hlutskipti okkar. Það dugar ekki að biðla um meira fé, það er ekki til. Ef almenningur vill annað verður hann að vera reiðubúinn að ræða þessi mál, krefjast upplýsinga fyrir hvað eða hverja við erum að borga þessar skuldir. Síðan neitum við að borga ef skuldin kemur okkur ekki við.

 

Það er eini töfrasprotinn í stöðunni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur