Föstudagur 25.10.2013 - 08:11 - FB ummæli ()

Fjármögnun Landspítalans

Fyrir hundrað árum söfnuðu íslenskar konur peningum fyrir nýjum spítala. Engin slík söfnun er í gangi og ríkiskassinn er í bullandi mínus. Staðan er algjörlega óþolandi á Landspítalanum og ef ekki rís ný bygging þá mun núverandi starfsemi hraka verulega hvað svo sem verður bætt í brestina. Á ögurstundu grípa menn til óvenjulegra aðgerða til að bjarga sér.

Peningar eru búnir til af tveimur aðilum í þjóðfélaginu. Seðlabanki Íslands býr til seðla og mynt og eru þeir peningar um 3% af öllum peningum í umferð. Aðrir peningar, þ.e. 97% peninga í umferð búa bankarnir til. Það er ekki þannig að bankarnir endurláni þá peninga sem við leggjum inn á bankabækur okkar því það myndi aldrei duga hagkerfinu. Þeir búa til nýja peninga sem ekki voru til áður. Ef þeir voru ekki til áður þá búa bankarnir til peninga úr engu og þannig er það. Eina leiðin fyrir banka til að búa til peninga er að lána þá, þ.e. einhver verður að skuldsetja sig svo bankarnir geti búið til peninga sem hagkerfið þarfnast til að vera starfhæft.

Ef bankarnir geta búið peninga úr engu þá getur ríkið gert það líka.

Það eru nokkur söguleg dæmi um slíkt. Abrham Lincoln leitaði til banka til að fjármagna þrælastríðið á sínum tíma. Vaxtaprósenta bankanna var mjög há og honum leist ekki á blikuna. Honum hafði verði kynnt þessi staðreynd að ef bankar geta búið til peninga úr engu þá getur hið opinbera gert það líka. Þess vegna bjó hann til sína dollara sjálfur sem voru ögn grænni á bakhliðinni en venjulegir dollarar, Greenbacks voru þeir kallaðir. Á þann hátt fjármagnaði hann þrælastríðið og að því loknu voru Norðurríkin skuldlaus því hans dollarar voru ekki búnir til sem skuld eins og bankapeningar eru. Suðurríkin voru aftur á móti að drukkna í skuldum.

Sem sagt ef við viljum nýjan Landspítala þá getum við byggt hann. Við höfum hráefni, mannafla og tækni. Þess vegna er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja bygginguna. Allt sem við getum greitt með íslenskum krónum greiðum við án skuldsetningar. Eftir því sem húsin rísa þá greiðum við fyrir þau með íslenskum krónum sem ríkið býr til.

 

“It is well that the people of the nation do not

 understand our banking and monetary system, for if

 they did, I believe there would be a revolution before tomorrow morning.“ 

 

─ Henry Ford

 

Ég veit að þið eruð full vantúar og teljið að síðuhöfundur sé létt bilaður en þetta er svona. Það er geggjað að einkafyrirtæki sem heita bankar hafi á því einkaleyfi að búa til peninga(fyrir utan seðla og mynt, 3%). Auk þess að þeir búi þá til sem skuld sem er að leggja allt í rúst. Skuldirnar eru hlekkjar nútímans. Þessu er hægt að breyta eins og öðrum mannanna verkum.

Fylgjum fordæmi Abrahams Lincolns og búum til okkar eigin peninga án skuldsetningar og þá getum við byggt Landspítala og átt hann síðan öll saman skuldlausan. Abraham Lincoln hafði í huga að halda þessu áfram en því miður var hann myrtur. Tökum upp þráðinn og klárum dæmið.

Gefum Abraham Lincoln orðið og hér er ein frábærasta ræða hans;

Lincoln’s Monetary Policy is included here in its entirety.

Monetary Policy (1865)

Money is the creature of law, and the creation of the original issue of money should be maintained as the exclusive monopoly of national government. Money possesses no value to the state other than that given to it by circulation.

Capital has its proper place and is entitled to every protection. The wages of men should be recognized in the structure of and in the social order as more important than the wages of money.

No duty is more imperative for the government than the duty it owes the people to furnish them with a sound and uniform currency, and of regulating the circulation of the medium of exchange so that labour will be protected from a vicious currency, and commerce will be facilitated by cheap and safe exchanges.

The available supply of gold and silver being wholly inadequate to permit the issuance of coins of intrinsic value or paper currency convertible into coin in the volume required to serve the needs of the People, some other basis for the issue of currency must be developed, and some means other than that of convertibility into coin must be developed to prevent undue fluctuation in the value of paper currency or any other substitute for money of intrinsic value that may come into use.

The monetary needs of increasing numbers of people advancing towards higher standards of living can and should be met by the government. Such needs can be met by the issue of national currency and credit through the operation of a national banking system. The circulation of a medium of exchange issued and backed by the government can be properly regulated and redundancy of issue avoided by withdrawing from circulation such amounts as may be necessary by taxation, re-deposit and otherwise. Government has the power to regulate the currency and credit of the nation.

Government should stand behind its currency and credit and the bank deposits of the nation. No individual should suffer a loss of money through depreciation or inflated currency or Bank bankruptcy.

Government, possessing the power to create and issue currency and credit as money and enjoying the right to withdraw both currency and credit from circulation by taxation and otherwise, need not and should not borrow capital at interest as a means of financing government work and public enterprise. The government should create, issue and circulate all the currency and credit needed to satisfy the spending power of the government and the buying power of consumers. The privilege of creating and issuing money is not only the supreme prerogative of government, but it is the government’s greatest creative opportunity.

By the adoption of these principles, the long-felt want for a uniform medium will be satisfied. The taxpayers will be saved immense sums of interest, discounts, and exchanges. The financing of all public enterprises, the maintenance of stable government and ordered progress, and the conduct of the Treasury will become matters of practical administration. The people can and will be furnished with a currency as safe as their own government. Money will cease to be the master and become the servant of humanity. Democracy will rise superior to the money power.

Abraham Lincoln, Senate document 23, Page 91. 1865.

 

Greinin var að hluta til birt i Morgunblaðinu 23/10 2013.

 

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur