Þriðjudagur 14.10.2014 - 23:18 - FB ummæli ()

Réttlæti

100 manns eru á eyðieyju en bara 10 manns borða allan matinn.
Þegar horft er yfir sviðið hér á landi þá er erfitt að fyllast einhverri bjartsýni. Sífellt háværari kór kveður sér hljóðs og mælist til þess að gjaldeyrishöftunum verði lyft. Mestar líkur eru þá á öðru hruni ef mið er tekið af reynslu annarra þjóða. Skiptigengisleiðin er fær og minnkar skaða almennings en umboðsmenn almennings hafa ekki ljáð máls á henni ennþá. Því er líklegast að auðmenn muni græða mest á afléttingu gjaldeyrishaftanna og mætti halda að framkvæmdavaldið væri á prósentum hjá auðmönnum. Því miður eru flestir Alþingismenn strengjabrúður.
Annað stórt vandamál er að við höfum ekki efni á að reka velferðakerfið okkar og hvað þá að reisa nýjan spítala fyrir þjóðina. Á sama tíma er skattheimta á þá ríkustu minnkuð og jafnvel aukin á hina. Gróði bankanna og sjávarútvegsins er mikill. Hann dugar vel í gatið hjá ríkinu. Það er því réttlætismál að þjóðnýta þennan gróða. Hvernig getur maður annars réttlætt hann meðan fólk á ekki fyrir mat eða lyfjum og meðal Jóninn nær ekki endum saman í einu ríkasta landi heims.
Vigdís Hauks ætlar að skera niður hjá ríkinu til að auðmenn geti setið á friðarstóli með sinn gróða.
Það sem er þó sorglegast er að allt þetta óréttlæti er í boði íslensku þjóðarinnar sem kaus viðkomandi sjónarmið til valda.
Þegar þessi 90 sem fá ekkert að borða munu skilja samhengi hlutanna og upplifa vald sitt mun allt breytast á Íslandi. Á meðan það gerist ekki erum við ekki nægjanlega hungruð í réttlæti til að standa saman sem einn maður.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur