Fimmtudagur 30.10.2014 - 19:53 - FB ummæli ()

Bók Margrétar-Útistöður

Ég er búinn að lesa bókina og finnst hún góð, meira að segja mjög góð. Frásögnin spannar mjög athyglisvert tímabil í sögu Íslands. Þjóðlífið var opið í báða enda og allt gat gerst. Sjaldan hefur verið jafn víðtæk gerjun í þjóðfélaginu. Margrét segir okkur listilega frá þætti sínum á löggjafarsamkundu okkar og pólitísku starfi sínu.
Það sem mér þótti athyglisverðast var frásögnin af stjórnarskrármálinu. Það var mikið rætt um nýja stjórnarskrá strax eftir hrunið. Hugmyndin var að auka vald almennings á kostnað kjörinna fulltrúa með nýrri stjórnarskrá. Með sameiginlegu átaki þeirra sem óttast aukin völd til almennings tókst að stöðva þessa tilraun. Þau öfl sem halda þjóðarauðnum í heljargreipum hefur því tekist að virkja hégómagirnd þingmanna fjórflokksins sem hafa ekki getað séð af völdum ”sínum”.
Almenningi hefði verið í lófa lagið að krefjast þess með mótmælum að nýja stjórnarskráin héldi lífi en gerði það ekki. Sjálfsagt margar ástæður fyrir því en aðallega að almeningur skynjaði ekki vitjunartíma sinn né vald sitt. Ef almenningur vill sinn réttláta skerf af þjóðarauðnum til að reka hér gott þjóðfélag fyrir alla verður hann að taka sig taki og hætta að gagnrýnislaust treysta fjórflokknum eins og Guði almáttugum.
Hvað um það ég get virkilega mælt með bók Margrétar og tel hana góða heimild um tímabilið sem um er fjallað.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur