Föstudagur 13.03.2015 - 23:25 - FB ummæli ()

Lýðræðishalli

Ákvörðun stjórnarflokkanna að senda utanríkisráðherrann með bréf til Evrópu þess efnis að Ísland sé ekki lengur að sækjast eftir inngöngu í Evrópusambandið veldur vonbrigðum. Ekki það að ég vilji að Ísland gangi í ESB, ég hef verið á móti ESB í núverandi mynd í meira en tvo áratugi.

Mann setur eiginlega hljóðan yfir bjánaskapnum, maður fer svolítið hjá sér hvernig silfurskeiðadrengirnir haga sér. Í fyrsta lagi var kjósendum lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og maður svíkur ekki slik loforð með smá axlarhreyfingu og iss piss rökum. Í annan stað er sniðganga við Alþingi og viðeigandi þingnefndir sökum fullvissu ráðherra um algjört tilgangsleysi málefnalegrar umræðu um málið í þingsal ákaflega slæm og alvarleg þróun.

Sko, þessi ríkisstjórn er komin yfir síðasta söludag og í raun fyrir löngu. Það eitt er næg ástæða til að mæta á Austurvöll hvað svo sem manni finnst um ESB.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur