Laugardagur 06.06.2015 - 00:41 - FB ummæli ()

Hur svårt kan det vara..

Segja Svíarnir þegar einföld mál þvælast fyrir mönnum. Að skipa sáttanefnd í verkfalli opinberra starfsmanna er dæmi um slíkt. Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði grein á netið 2012 sem heitir ”sanngjörn krafa hjúkrunarfræðinga”. Þar tekur hann undir allar kröfur hjúkrunarfræðinga og það svo rösklega að sennilega væri hann tilvalinn fulltrúi í samninganefnd hjúkrunarfræðinga.

Þess vegna getum við fullyrt að ekki skortir skilning á kröfum hjúkrunarfræðinga hjá æðstu mönnum þjóðfélagsins. Sennilegasta skýringin á tregðu þeirra til að semja við hjúkrunarfæðinga er að þeir hafi ekki innsýn á afleiðingar þess að ná ekki samningi við hjúkrunarfræðinga.

Skortur á innsæi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir marga aðra.

Rannsóknir sýna að vel mönnuð sjúkrahús af hjúkrunarfræðingum hafa lægri dánartíðni og lægri tíðni af aukaverkunum. Sjúkrahús sem eru verr mönnuð hafa verri niðurstöðu að þessu leyti. Af því leiðir að þeir stjórnmálamenn sem stuðla að því að hjúkrunarfræðingar segi upp vegna lélegra kjarasamninga hafa áhrif. Sú pólitík hefur bein áhrif á árangur Landspítalans. Ef ákvarðanir stjórnmálamanna valda undirmönnun á Landspítalanum mun árangur versna á Landspítalanum og dánartíðni aukast.

Þess vegna skiptir það miklu máli fyrir sjúklinga Landsspítalans hvaða skilaboð og fyrirmæli Forsætis- og Fjármálaráðherra gefa sínum mönnum í kjaradeilunni við hjúkrunarfræðinga.

Skoðun þeirra á því hvað ”konur” sem sinna sjúklingum eiga að hafa í kaup getur skilið milli feigs og ófeigs. Þannig er það bara.

Hur svårt kan det vara…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur