Sunnudagur 06.09.2015 - 21:52 - FB ummæli ()

Baráttan við valdið

Stjórnmál hafa á sér ýmsar hliðar. Það vex smátt og smátt hjá manni skilningur hvaða stefnumál eru eitruð og hver ekki. Hvar maður á að leggja sínar pólitísku áherslur til að ná árangri. Mikilvægt að vera meinstrím og ef maður virðir ekki það þá sýnir maður af sér pólitíkskan barnaskap. Í stefnumálum Dögunar til s.l. Alþingiskosninga kristallast þessi glópska.

Þar er fast að orði kveðið um fjármálavaldið sem er sterkasta valdið á Íslandi. Dögun ætlar að afnema verðtrygginguna og stofna samfélagsrekinn banka til höfuðs gróðabönkunum. Við ætlum að hjóla í lífeyrissjóðina sem gína yfir þjóðfélaginu sökum auðs okkar sem ”þeir” ráðstafa. Við ætlum að stokka upp lífeyrissjóðakerfið, sameina og einfalda. Húsnæðisstefnu sem byggist á samvinnu en ekki gróða.  Við viljum óskorað vald þjóðarinnar yfir auðlindunum og þær  séu alfarið í eigu hennar. Við viljum stokka upp fiskveiðikerfið þannig að núverandi hreðjataki fárra sé afnumið og arðurinn færist á reikning ríkissjóðs. Líkkistunaglinn er að við viljum nýja stjórnarskrá.

Í skoðanakönnunum hefur þjóðin lýst yfir stuðningi við flestar meginkröfur Dögunar. Ef kjósendur hefðu lesið stefnu Dögunar hefði leiðin átt að vera greið. Kjósendur lesa sjaldan stefnuskrár heldur fylgjast frekar með fjölmiðlum. Helstu fjölmiðlum heimsins er stjórnað af sex fyrirtækjum. Á Íslandi á útgerðin Moggann(og Sjálfstæðisflokkinn) og bankarnir eiga útgerðina( og xD). 365 ” Baugsmiðill.” Framsókn á restina. Útgerðin, bankarnir og Þórólfur eiga Framsókn. Að ætla sér að hjóla í þessa elítu með slíka stefnuskrá sem mun svifta valdastéttinni forréttindum sínum er að sjálfsögðu ekki farsælt. Reynsla Dögunar er í samræmi við það og árangurinn ekki góður.

Í raun er besta von Dögunar að kjósendur lesi stefnuskrár og ígrundi þær vel.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur