Laugardagur 19.09.2015 - 16:23 - FB ummæli ()

Bankar, völd og Samfélagsbanki

Egill Helgason skrifar gagnmerkan pistil með mikilvægum spurningum um bankavaldið. Hvers vegna ræður bankakerfið öllu og hvers vegna andmælir fólk þessu kerfi ekki meira. Bankakerfið sem olli hruninu og var endurreist með skattfé okkar en mjólkar okkur síðan miskunnarlaust. Hvenær kæmist blómabúð upp með slíkt.

Hinir svokölluðu valdhafar, Alþingi, hafast ekkert að. Nokkrir einstaklingar andmæla, Jóhannes Björn hefur árum saman bent á klikkunina. Frosti Sigurjónsson Alþingismaður hefur í seinni tíð líka bent á gallana í núverandi peningkerfi og haldið úti síðunni Betra peningakerfi. Bæði í bók og bloggi Jóhannesar og síðu Frosta, Betra peningakerfi, eru vandamálin greind og lausnir ræddar. Stjórnmálaflokkurinn Dögun hefur einnig tekið sama pól í hæðina gagnvart fjármálavaldinu og þeir og endurspeglast það í stefnuskrá Dögunar.

”Það mætti halda að stjórnmálakerfið sé í vasanum á bönkunum – allavega sá hluti sem er ekki í vasanum á útgerðinni.”

Spyr Egill. Og svarið er að allir eru í vasa bankakerfisins. Viljum við hafa það þannig? Viljum við ekki að Alþingi sem við kjósum stjórni en ekki bankarnir sem við kjósum ekki?

Til að taka upplýsta ákvörðun um slíkt þarf almenningur fræðslu. Þegar þeir sem gagnrýna bankakerfið eins og Jóhannes, Frosti og Dögun fá ekki athygli fjölmiðla er ekki hægt að reikna með því að almenningur veiti málflutningi þeirra athygli. Þegar margir blaðamenn nánast flokka þau sem ”sérlunda” og bíða bara eftir því að þeir hætti að röfla þá eru það svo sterk skilaboð til almennings að þau komast aldrei með sinn málflutning inní ”mein strím umræðu”.  Sú umræða er keypt og hönnuð af fjármálavaldinu og varðhundum þess.

Til að afnema einræði bankakerfisins þarf almenningur mikla fræðslu um eðli málsins. Þegar almenningur skilur hvernig kerfið virkar mun hann rísa upp gegn því. Forsendan fyrir fræðslu er að blaðamenn sinni hlutverki sínu sem fjórða valdið og taki þátt í að upplýsa almenning.

“It is well enough that people of the nation do not understand our banking and monetary system, for if they did, I believe there would be a revolution before tomorrow morning.”

Henry Ford

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur