Sunnudagur 25.09.2016 - 10:36 - FB ummæli ()

Bjarni-borgum gróðann með bros á vör…

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða og þess vegna líka almannaþjónustu. Bankakerfið ætti í raun að vera almannaþjónusta því við getum ekki valið að nota það ekki. Einakrekið er gott og blessað á mörgum sviðum en annað gildir í almannaþjónustu. Ástæðan er hagnaðurinn sem er tekinn út úr starfseminni. Skattgreiðendur fá ekki neina þjónustu fyrir þennan hagnað þrátt fyrir að þeir borgi hann.

Hagnaður stóru bankanna á liðnum árum er risastór tala og þeir sem hafa staðið undir þeim hagnaði eru viðskiptamenn bankanna, þ.e. allir Íslendingar. Þessi hagnaður er jafngildi hömlulausrar skattlagningar því almenningur á engan annan valmöguleika í bankaþjónustu og getur því ekki varið sig. Skrítið að Sálfstæðisflokkurinn sé sáttur við þessa tegund af skattlagningu.

Dögun vill minnka þessa skattheimtu í formi hagnaðar. Við viljum stofna Samfélagsbanka og til þess þarf að semja ný lög. Ástæðan fyrir því er að hlutverk samfélagsbanka er ekki það sama og einkarekinna banka. Samfélagsbankar eru bara viðskiptabankar og því mun áhættuminni. Þeir skila hugsanlegum gróða til baka og því fer ekki fram nein auka skattlagning með þeim hagnaði. Þess vegna er þjónusta samfélagsbanka ódýrari fyrir viðskiptamenn.

Dögun vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka. Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða hann og þá myndast krafan um hagnað hjá hluthöfum. Þar með heldur hagnaðarskattlagningin áfram. Afleiðingin af einkavæðingu bankanna síðast var skelfilegt bankahrun sem hefur valdið ómældum skaða í íslensku þjóðfélagi.

Það er því deginum ljósara að hið opinbera verður að “vasast” í bankarekstri til að forða almenningi frá þessari miklu auka skattlagningu í formi hagnaðar sem Bjarni Ben er svo hrifinn af.

Gróði er bara kostnaður nema fyrir þá fáu sem njóta hans, bónusar og fleira….

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur