Færslur fyrir ágúst, 2012

Föstudagur 31.08 2012 - 07:10

96% hækkun rekstrarkostnaðar ÍLS!!!

Rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs hækkaði um 96% fyrstu tvö árin eftir að Guðmundur Bjarnason lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins. Rekstrarkostnaður Íbúðalánasjóðs hækkaði um 41% á 12 mánuðum frá því 30. júní í fyrra til 30. júní í ár og mun hækka enn frekar síðari hluta ársins í ár ef marka má skýrslu stjórnar ÍLS. Þessi gífurlega […]

Fimmtudagur 23.08 2012 - 06:58

Háskólabærinn Reykjavík?

Reykjavík er margþætt borg og skemmtileg. Reykjavík er meðal annars háskólabær. Reykjavík hefur í grunninn allt til þess að geta verið fyrirmyndar háskólabær. En hvað þarf til svo að háskólabær sé til fyrirmyndar? Það er ýmislegt. Meðal annars góðar almenningssamgöngur sem eru samkeppnisfærar við einkabílinn í kostnaði. Nægt leiguhúsnæði á eðlilegu leiguverði. Leikskólapláss fyrir börn […]

Laugardagur 18.08 2012 - 08:59

Bjórinn í búðirnar?

Ég er afar stoltur af þeim vinum mínum og ættingjum sem misst hafa fótanna gagnvart Bakkusi en hafa staðið upp, rifið af sér fjötrana og halda nú áfram betra lífi – einn dag í einu. Ég finn til með þeim vinum mínum og ættingjum sem misst hafa fótanna gagnvart Bakkusi og ekki hafa náð að snúa […]

Föstudagur 17.08 2012 - 00:09

Sjóva, Saga, VBS og Byr!

Sjóvá, Saga Capital, VBS og Byr. Gleymdi ég einhverju í þessari upptalningu pólitískra hrakfara eftirhrunsáranna?

Miðvikudagur 15.08 2012 - 19:23

Fellir Breivik Stoltenberg?

Norska þjóðin gaf heiminum fordæmi um það hvernig unnt er að sigrast á illsku, kynþáttahatri og  ofbeldi með samhyggð, kærleika og staðfestu eftir voðaverk Breiviks í Úteyju og í Osló. Það var norska þjóðin sem sigraði illskuna og aðför að lýðræðislegu samfélagi með því að bregðast ekki við með hatri heldur draga fram ástúð í garð […]

Mánudagur 13.08 2012 - 09:09

Framsókn sökkt Samfó bjargað!

VG hefur tekið mikilvægt skref til þess að bjarga Samfylkingunni frá afhroði í næstu kosningum og á sama tíma kaffæra Framsóknarflokkinn sem undanfarin misseri hefur markvisst leitað inn í ákveðinn hluta kjósendahóps VG með óbilgjarnri andstöðu Framsóknar við aðildarviðræður að Evrópusambandinu.  Krafa VG um að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði endurskoðuð er klárlega sett fram til […]

Laugardagur 11.08 2012 - 10:20

Tryggt trúfrelsi og þjóðkirkja

Tvö meginstef trúmála í stjórnarskrá eiga að vera tryggt trúfrelsi og sjálfstæð þjóðkirkja sem reglulega sækir umboð sitt sem sérstök þjóðkirkja til þjóðarinnar. Það eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar hvort þjóðkirkja Íslands eigi að hafa sérstakan sess umfram önnur trúfélög í stjórnarskránni. Það er eðlilegt. Ég hef lengi verið talsmaður algers aðskilnaðar ríkis og kirkju. […]

Fimmtudagur 09.08 2012 - 19:24

Súrsætur bati í byggingariðnaði

Það eru veik ein skýr batamerki í byggingariðnaði á Íslandi. Hagstofan hefur staðfest þessi veiku batamerki en í Mogganum í dag má sjá eftirfarandi: „Sala á sementi hefur aukist um 27,2% á fyrstu 6 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra að því er fram kemur í gögnum frá Hagstofu Íslands. Segir Þorbjörn Guðmundsson, […]

Miðvikudagur 08.08 2012 - 13:30

Að kyrkja kýr

Sú árátta stjórnvalda að kyrkja allar mjólkurkýr Íslands nálgast blæti. Nú á að þrengja að ferðaþjónustunni með grófri hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. Hækkunin – ef af verður – mun annars vegar lækka heildartekjur Íslands af ferðaþjónustu og hins vegar hækka vertryggð langtímalán fjölskyldnanna í landinu. Hvernig væri að ríkisstjórnin einbeiti sér að auka tekjur […]

Þriðjudagur 07.08 2012 - 09:50

Stjórnmálaflokkarnir áhyggjuefni

Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins hefur áhyggjur af Framsóknarflokknum. Það er ástæða til þess. Vandamálið er hins vegar að það þarf ekki að hafa áhyggjur af Framsóknarflokknum einum heldur þarf að hafa áhyggjur af flokkakerfinu í heild sinni.  Þróun stjórnmálaflokkanna allra hefur ekki verið góð undanfarin ár. Óbilgirni og átök hafa alls staðar aukist í […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur