Færslur fyrir desember, 2011

Föstudagur 30.12 2011 - 23:52

Samfylking stjórntæk á ný?

Þegar Árni Páll Árnason sigurvegari átakanna í Samfylkingunni í dag og undanfarna daga tekur við af Jóhönnu á óumflýjanlegum landsfundi flokksins í vor – þá gæti Samfylkingin orðið stjórntæk á ný! … það sem ÖSKRAR á óflokksbundinn áhugamann um pólitík er algjör ósýnileiki vinar míns Össurar Skarphéðinssonar sem boðar í drottningarviðtali áramótablaðs Viðskiptablaðsins kynslóðaskipti í […]

Föstudagur 30.12 2011 - 20:13

„Pútín“ J. Sigfússon

„Pútín“ J. Sigfússon hefur náð sínu fram. Losnaði við eina ráðherrann sem stóð upp í hárinu á honum og gagnrýndi bullið. Lágt leggst Jóhanna. Hennar tími er liðinn. Eigum við að rifja upp stöðu sveitarfélagsins Garðsins fyrir síðustu Alþingiskosningar?

Föstudagur 30.12 2011 - 11:53

Meðmæli með Árna Páli!

Árni Páll Árnason hefur staðið sig vel sem efnahags-og  viðskiptaráðherra.  Árni hefur verið gagnrýninn á ýmsa þá vitleysu sem ríkisstjórnin sem hann situr í hefur staðið fyrir. Það fer fyrir brjóstið á Steingrími J. „Skattmann“ sem vill Árna Pál burtu. Jóhanna Sigurðardóttir óttast aukinn styrk Árna Páls og vill hann líka burtu. Þetta eru meðmæli með Árna Páli.

Miðvikudagur 28.12 2011 - 16:18

Byggjum sjávarfallsvirkjun

Við eigum að byggja sjávarfallsvirkjun í Breiðafirði þótt arðsemi hennar sé ekki fullnægjandi við núverandi aðstæður. Það mun ekki verða vandamál til lengri framtíðar að koma umhverfisvænni orku í verð þótt verð til íslenskra heimila sé lágt miðað við Evrópumarkað. Reyndar virðist nú hafin áróðursherferð þar sem ananrs vegar er haldið fram að virkjanir hafi […]

Þriðjudagur 27.12 2011 - 11:57

„Kapp er best með forsjálni“

„Tveggja til þriggja mánaða æfing fyrir  knattspyrnuflokk, hugsa eg að sé það minsta  sem verður komist af með fyrir  kappraunina.  En náttúrlega standa þeir betur að vígi, sem tamið hafa sér fimleika allan  veturinn.“ Þannig heldur Bennó áfram umfjöllun sinni um knattspyrnu í Skinfaxa árið 1916 – en ég hef að undanförnu birt nokkra kafla […]

Laugardagur 24.12 2011 - 02:54

Þekkja skaltu knattspyrnulögin

„Hver sá, sem ætlar sér að verða þátttakandi í knattspyrnuleik, verður fyrst af öllu að læra til hlítar knattspyrnulögin. Þetta tek eg fram enn þá einu sinni vegna  þess, að þetta er svo vanrækt, hjá þeim, sem leggja stund á þessa íþrótt. „ segir Bennó í merkum greinaflokki sínum um knattspyrnu sem birtist í nokkrum […]

Föstudagur 23.12 2011 - 01:18

Borgarfulltrúar í leiguhúsnæði?

Meirihluti borgarstjórnar vill leiguíbúðavæða miðbæinn. Spurning dagsins. Hvað búa margir borgarfulltrúar í leiguhúsnæði?

Fimmtudagur 22.12 2011 - 23:51

Þekkja skaltu knattspyrnulögin

„Hver sá, sem ætlar sér að verða þátttakandi í knattspyrnuleik, verður fyrst af öllu að læra til hlítar knattspyrnulögin. Þetta tek eg fram enn þá einu sinni vegna  þess, að þetta er svo vanrækt, hjá þeim, sem leggja stund á þessa íþrótt. „ segir Bennó í merkum greinaflokki sínum um knattspyrnu sem birtist í nokkrum […]

Fimmtudagur 22.12 2011 - 08:00

Illræmdir atvinnumenn

„Eins og í öllum íþróttum, sem mikilli útbreiðslu ná, og sem fólkinu geðjast að, þá fór að bera mikið á iþrótta-atvinnumönnum (Professional sportm.).“ Þannig hefst umfjöllun Bennó um hina alræmdu atvinnumenn í knattspyrnu í Skinfaaxa árið 1916 – en Bennó var ekki par hrifinn af atvinnumönnunum sem hann taldi skemma íþróttandann í knattspyrnunni sem og […]

Miðvikudagur 21.12 2011 - 12:20

Ónýt leiguíbúðaskýrsla Capacent!

Það stefnir í stórslys í húsnæðismálum í Reykjavík ef borgarstjórn ætlar að byggja stefnumörkun sína í húsnæðismálum á leiguíbúðaskýrslu Capacent. Skýrslan er ónýt, gefur kolranga mynd af stöðu og framtíðarþörfum almennings í húsnæðismálum og með ólíkindum að svo virt fyrirtæki sem Capacent láti slíka skýrslu frá sér. Í skýrslu Capacent sem byggir meðal annars á meingallaðri könnun […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur