Færslur fyrir september, 2012

Laugardagur 29.09 2012 - 00:21

Beitum kanínunum á lúpínuna!

Fyrst kanínurnar eru orðnar viðurkenndar íslenskir ríkisborgarar þá eigum við að beita þeim á annan viðurkenndan íslenskan ríkisborgara. Lúpínuna.

Fimmtudagur 27.09 2012 - 22:18

Jón Gnarr er Jar Jar Binks!

Jón Gnarr er ekki Jedi. Jón Gnarr er Jar Jar Brinks! Jar Jar Binks er ein uppáhaldspersóna mín í Star Wars. Um Jar Jar Binks segir eftir farandi í Star Wars Encyclopediu: „A clumsy, well-meaning Gungan outcast on Naboo, Jar Jar Binks struggled to prove his worth throughout his life. Putting his awkward past behind […]

Þriðjudagur 25.09 2012 - 23:16

Hræsni eða fáviska Steingríms J.?

Það er aumkunarvert að hlusta á Steingrím J. Sigfrússon – guðföður íslenskra skilanefnda – halda því fram að gjaldtaka lögfræðinga þrotabús Glitnis „séu úr takt við íslenskan veruleika“. Þvert á móti þá eru ofurtímalaun íslenskra lögfræðinga hjá skilanefndunum algerlega í takt við íslenskan veruleika hundruða eða jafnvel  þúsunda fjölskyldna í landinu sem ná ekki að […]

Þriðjudagur 25.09 2012 - 07:47

Mistök ofurskattasefnu

Ofurskattastefna ríkisstjórnarinnar hefur öfug áhrif. Tekjur ríkisins dragast saman í stað þess að aukast. Nú „vantar“ ríkisstjórninni hálfan milljarð í skttatekjur af eldsneyti. Ástæðan er einfölf. Ofurskattar og gjöld ríkisins á eldsneyti voru hækkuð og voru óhófleg fyrir. Viðbrögðin er samdráttur í veltu og lægri tekjur ríkissjóðs. Svipað gerðist með áfengið. Hækkanir áfengisgjald skiluðu sér […]

Mánudagur 24.09 2012 - 12:22

Átök um Framsóknarsæti!

Það verður hörð barátta innan Framsóknarflokksins um efstu sæti framboðslista víðast hvar um landið.  Höskuldur Þórhallsson alþingismaður Norðausturkjördæmis ætlar ekki að gefa formanninum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni efsta sæti listans eftir baráttulaust. Þótt að öllu jöfnu ætti formaður flokksins að eiga tryggt það sæti sem hann sækist eftir þá er fjarri því að Sigmundur fái leiðtogasætið […]

Sunnudagur 23.09 2012 - 10:39

Undanhald frá Reykjavík

Framsóknarflokkurinn er greinilega búinn að gefast upp á því verkefni sem flokkurinn hefur barist í undanfarna áratugi. Það er að tryggja fótfestu í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn missti borgarfulltrúa sinn í síðustu kosningum og nú hefur Sigmundur Davíð ákveðið að taka engan séns á að falla í komandi Alþingiskosningum. Formaður Framsóknarflokksins sem hefur búið á höfuðborgarsvæðinu allan […]

Fimmtudagur 20.09 2012 - 14:53

Vilja ójafnrétti til náms!

Það er athyglisvert hversu mikinn stuðning LÍN fær til að ganga fjárhagslega í skrokk á gamalmennum sem jafnvel fyrir áratugum gengust í ábyrgð fyrir námslánum barna sinna ef marka má athugasemdir við pistil minn „Aðför LÍN að öldruðum“.  Það þykir sjálfsagt að „félagslegur“ lánasjóður sem á að tryggja jafnrétti til náms skuli koma tekjulitlum gamalmennum […]

Miðvikudagur 19.09 2012 - 16:43

Aðför LÍN að öldruðum

Lánasjóður íslenskrar námsmanna er í skipulagðri aðför að öldruðu fólki sem fyrir margt löngu síðan skrifaði upp á námslán barna sinna sem nú geta ekki staðið í skilum. Böðull ríkisins gegn hóflegri þóknun eru lögmenn Juris. Ég hélt að LÍN hefði hætt að elta aldraða til að hafa af þeim ellilífeyrinn upp í námsskuldir barnanna. […]

Þriðjudagur 18.09 2012 - 08:00

Menntamálaráðuneyti gegn menningu!

Menntamálaráðuneytið vinnur gegn íslenskri menningu.  Kannske er það vegna þess að um er að ræða íslenska þjóðmenningu en ekki snobbmenning 101 Reykjavík. Göngur og réttir eru ekki einungis mikilvægar fyrir íslenskt atvinnulíf á landsbyggðinni. Göngur og réttir með þeim hefðum sem þeim fylgja eru mikilvæg menningarverðmæti íslensku þjóðarinnar. Það er mikilvægt að íslensk æska hafi […]

Laugardagur 15.09 2012 - 10:05

Gutti stimplar sig út!

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur að líkindum stimplað sig út úr baráttunni um að verða næsti formaður Samfylkingarinnar með dýrustu launahækkun ársins.  Launahækkun forstjóra LSH sem slík skiptir ekki sköpum fyrir fjárhag ríkisspítalana. En afleiðingar launahækkunarinnar munu  meðal annars verða verulegt fjárhagslegt tjón í rekstri LSH . Starfsfólk LSH hefur á undanförnum misserum af miklum faglegum metnaði staðið […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur