Færslur fyrir nóvember, 2011

Miðvikudagur 30.11 2011 - 15:14

Stærri Framsókn en minni VG?

Þær væringar sem nú eru innan ríkisstjórnarinnar og VG skyldu þó ekki leiða til þess að Framsókn stækki en VG minnki?  Ég heyrði Vigdísi Hauksdóttur bjóða Jóni Bjarnasyni og fylgismönnum hans velkomna í Framsóknarflokkinn og halda því fram að stór hluti VG fólks væri „framsóknarmenn“.  Það væri kannske heppilegast fyrir íslensk stjórnmál að hinn nýji […]

Þriðjudagur 29.11 2011 - 07:48

Sigmundur vill íhald í stjórn!

Sigmundur Davíð rær öllum árum til að tryggja setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í stað þess að tryggja framgang stefnumála eigin flokks. Stefnumála sem mörg hver eru ljómandi góð eins og vel unnin áætlun í atvinnumálum sem unnin var undir stjórn Birkis Jóns Jónssonar varaformanns Framsóknarflokksins og tillögur er snúa að endurreisn heimilanna í landinu. Sigmundur Davíð hefur […]

Mánudagur 28.11 2011 - 10:01

VG eitrar Ísland

VG eitrar Ísland. Með dyggum stuðningi LÍÚ og BÍ. Ef marka má stjórnarformann Matís. Það er líklega rangt hjá mér að segja að VG eitri Ísland með stuðningi LÍÚ og BÍ. Það rétta er að VG, LÍÚ og BÍ virðast vera nokk sama þótt eftirlit Matís með eiturefnum verði ekki bætt og nái ekki ákvæðum EES […]

Laugardagur 26.11 2011 - 20:37

Flysjast utan af Framsókn!

Framsóknarflokkurinn er kominn á fullt í að undirbúa næstu Alþingiskosningar. Það er gott. Honum veitir ekki af að undirbúa sig vel. Því Framsókn er þessa dagana eins og laukur sem flysjað er utan lag eftir lag þar til það kemur í ljós að enginn er lengur kjarninn.  Aðeins innsta valdalag. Það flysjast endalaust utan af […]

Föstudagur 25.11 2011 - 18:07

Reynir Trausta oft drullusokkur

Reynir Traustason ritstjóri DV er stundum drullusokkur og óheiðarlegur blaðamaður. Veit að þessi fullyrðing kemur í kjölfar pistilsins „Vandaðar ritdeildur gulli betri“. En framkoma hans í leiðara DV er þannig að ég ákvað að fara niður á hans plan. Ég geri ekki athugasemdir við umfjöllun hans um fjórflokkinn og hvernig flokkarnir hafa makað krókinn.  En […]

Föstudagur 25.11 2011 - 08:03

Vandaðar ritdeilur gulli betri

Vandaðar ritdeilur geta verið afar hressandi og upplýsandi enda einn hornsteinn málfrelsis og lýðræðis. Hér í eina tíð voru ritdeilur list.  Vandaðar greinar birtust í blöðum og jafnvel tímaritum. Þær þurfti að hugsa og vanda. Í dag eru vandaðar ritdeilur undantekning. Haldbær röksemdafærsla sjaldgæf en fúkyrðaflaumur algengari. Enda fara ritdeilur nú yfirleitt fram á netinu og […]

Fimmtudagur 24.11 2011 - 08:26

Ógnar hreint vatn hreinu vatni?

Hreinu vatni sem breytt er í hreinan snjó með snjóframleiðslu í Bláfjöllum breytist í vatn þegar snjórinn bráðnar. Á sama hátt og hefðbundinn snjór sem fellur af himnum ofan breytist í vatn. Vatnið sötrar síðan niður í jörðina. Á sama hátt og það hefur gert um milljónir ára. Ein virtasta verkfræðistofa Íslands hefur nú eftir miklar […]

Miðvikudagur 23.11 2011 - 13:02

Samvinnurekstur um leikskóla

Samvinnurekstrarformið er í mörgum tilfellum afar hentugt og gott rekstrarform enda viðhaft víða um heim með góðum árangri. Þótt það komi líklega einhverjum á óvart þá eru samvinnufélög líklega algengust í Bandaríkjunum og öflugt rekstrarform á Bretlandseyjum og Norðurlöndunum! Samvinnurekstrarformið hentar til dæmis vel um rekstur leikskóla enda  víða erlendis mjög algengt að samvinnufélög foreldra sjá um rekstur […]

Þriðjudagur 22.11 2011 - 20:49

Velkomin Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir

Velkomin aftur til starfa Katrín Thoroddsen Jakobsdóttir. Og hafðu þökk fyrir fyrsta embættisverk þitt eftir barnsburðarleyfi – að stöðva menningarelítufasisma húsfriðunarnefndar. Það sér hver heilvita maður að Þorláksbúð er ekki óafturkræf framkvæmd. Enda sést ekki tangur né tetur af upphaflegri Þorláksbúð í Skálholti! Því var gönuhlaup húsfriðunarnefndar algerlega óþarft og hreinlega skaðlegt á þessum tímapunkti. Þú […]

Mánudagur 21.11 2011 - 08:33

Stjórnarskrárfrumvarpið fullskýrt?

Gísli Tryggvason er að ljúka mikilvægu verkefni en hann hefur undanfarna 112 daga ritað daglega skýringar við eina grein stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs sem hann sat í . Skýringarnar hafa yfirleitt verið afar skýrar og veita almenningi mikilvæga innsýn í tillögu stjórnlagaráðs að stjórnarskránni. Gísli skýrir líka sína afstöðu til hinna ýmsu greinar frumvarpsins. Það er því […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur